Ekki í boði að gera ekki neitt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 13:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ Vísir/Egill Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira