Ölli einn sá erfiðasti sem Jón mætti - Hefði getað farið lengst okkar allra Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 22:00 Vinirnir Logi Gunnarsson (t.v) og Örlygur Aron Sturluson (t.h.) eftir að Njarðvík varð Íslandsmeistari árið 1998. Jón Arnór Stefánsson valdi þá sem tvo af allra erfiðustu mótherjum sínum. Mynd/Halldór Rósmundur Jón Arnór Stefánsson segir að mögulega hefði Örlygur Aron Sturluson getað náð lengst allra íslenskra körfuboltamanna, hefði honum enst aldur til. Jón lýsti því í Sportinu í kvöld í liðinni viku hverjir hefðu verið hans erfiðustu mótherjar á ferlinum. Jón nefndi Hlyn Bæringsson og Brenton Birmingham, sem og Loga Gunnarsson sem hann sagðist hafa kviðið því að mæta þegar þeir voru yngri. Liðsfélagi Loga í Njarðvík, Ölli, var Jóni ekki síður erfiður þegar þeir mættust í yngri flokkum: „Þetta er hinn drengurinn sem ég kveið svolítið fyrir því að spila á móti. Ég dekkaði hann og hann dekkaði mig, og þarna var ég að spila upp fyrir mig. Hann poppaði strax upp í hugann núna, því mig langaði að fara alveg aftur í minniboltann, þegar ég var að byrja í þessu. Hann var svo mörgum hæðum fyrir ofan okkur hina, og virtist eiga svo auðvelt með þetta,“ sagði Jón við Rikka G. „Hann var svo ofboðslega yfirvegaður á vellinum, ofboðslega þroskaður bæði líkamlega og hvernig hann spilaði. Ölli var rosalega erfiður í yngri flokkunum, og það var synd að fá ekki að keppa á móti honum í seinni tíð. Hann varð að vera á þessum lista,“ sagði jón, en Ölli lést í byrjun ársins 2000. Jón er ekki í vafa um að hann hefði getað náð langt í körfuboltanum: „Hann hefði farið mjög langt. Hann hefði verið að spila í toppdeild í Evrópu hefðu spilin fallið þannig, og hefði mögulega getað farið lengst af okkur öllum. Ég held að það séu flestir sammála mér í því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ölli einn erfiðasti mótherji Jóns Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í kvöld Tengdar fréttir Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00 Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segir að mögulega hefði Örlygur Aron Sturluson getað náð lengst allra íslenskra körfuboltamanna, hefði honum enst aldur til. Jón lýsti því í Sportinu í kvöld í liðinni viku hverjir hefðu verið hans erfiðustu mótherjar á ferlinum. Jón nefndi Hlyn Bæringsson og Brenton Birmingham, sem og Loga Gunnarsson sem hann sagðist hafa kviðið því að mæta þegar þeir voru yngri. Liðsfélagi Loga í Njarðvík, Ölli, var Jóni ekki síður erfiður þegar þeir mættust í yngri flokkum: „Þetta er hinn drengurinn sem ég kveið svolítið fyrir því að spila á móti. Ég dekkaði hann og hann dekkaði mig, og þarna var ég að spila upp fyrir mig. Hann poppaði strax upp í hugann núna, því mig langaði að fara alveg aftur í minniboltann, þegar ég var að byrja í þessu. Hann var svo mörgum hæðum fyrir ofan okkur hina, og virtist eiga svo auðvelt með þetta,“ sagði Jón við Rikka G. „Hann var svo ofboðslega yfirvegaður á vellinum, ofboðslega þroskaður bæði líkamlega og hvernig hann spilaði. Ölli var rosalega erfiður í yngri flokkunum, og það var synd að fá ekki að keppa á móti honum í seinni tíð. Hann varð að vera á þessum lista,“ sagði jón, en Ölli lést í byrjun ársins 2000. Jón er ekki í vafa um að hann hefði getað náð langt í körfuboltanum: „Hann hefði farið mjög langt. Hann hefði verið að spila í toppdeild í Evrópu hefðu spilin fallið þannig, og hefði mögulega getað farið lengst af okkur öllum. Ég held að það séu flestir sammála mér í því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ölli einn erfiðasti mótherji Jóns Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í kvöld Tengdar fréttir Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00 Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00 Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Sjá meira
Jón Arnór segir Brenton besta útlendinginn sem spilað hefur á Íslandi Jón Arnór Stefánsson segir að Brenton Birmingham sé besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað hér á Íslandi. Brenton er í dag kominn með íslenskan ríkisborgararétt en Jón Arnór segir að hann hafi verið afar erfiður viðureignar. 2. apríl 2020 14:00
Jón Arnór: Annað hvort elskaru hann eða hatar og ég er einn af þeim sem dýrka hann Jón Arnór Stefánsson ber Pavel Ermolinskij vel söguna en Pavel var einn þeirra sem komust í fimm manna úrvalslið Jóns Arnórs sem hann hefur leikið með í gegnum magnaðan feril. 2. apríl 2020 12:00
Jón Arnór um ákvörðun KKÍ: Hefði mátt blása þetta af fyrr Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður sem Ísland hefur átt, segist ekki ósammála ákvörðun KKÍ um að flauta tímabilið af í körfuboltanum hér heima. Sú ákvörðun hefði mögulega mátt koma fyrr. 2. apríl 2020 10:00
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti