Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 09:00 Sex karlar hafa lýst yfir áhuga á að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Vísir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur embættinu undanfarin fjögur ár, safnaði tilskyldum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Hér er hægt að sjá lista yfir þá sem eru í framboði og mæla með þeim en til þess þarf rafræn skilríki eða íslykil. Frestur til að skila undirskrifum rennur út 23. maí. Vísir skoðaði aðeins þá fimm sem stefna á baráttu við Guðna í forsetakosningum takist þeim að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Aðeins Guðni Th. hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta þegar þetta er skrifað. Fær hvorki fund með ráðherrum né forseta Arngrímur Friðrik Pálsson er 64 ára búfræðingur og tveggja barna faðir sem seldi um árabil landbúnaðarvélar. Arngrímur er öryrki sem telur að hið opinbera hafi brotið á mannréttindum hans undanfarin ár. Hann er spasstískur hægra megin í líkamanum og tjáði Eyjunni á dögunum að hann væri líklega fyrsti fatlaði forsetaframbjóðandinn. Arngrímur tilkynnti ekki formlega um framboð sitt heldur varð fólk vart við nafnið á lista yfir þá sem væru að safna undirskriftum. Hann segist ekki hafa neinn metnað til að vera forseti heldur sé að athuga eftirspurnina. Framboðið sé af nauðsyn, ekki metnað. Hann treysti sé þó vel í verkið. „Guðni forseti, Bjarni Benediktsson og Katrín forsætisráðherra hafa öll lofað mér fundi en svikið. Þetta er stórfurðulegt samfélag. Ég hef kallað eftir hjálp í fjöldamörg ár, en hef nú gefist upp, þetta framboð er síðasta hálmstráið,“ sagði Arngrímur við Eyjuna á dögunum. Arngrímur segist ekki fá fundi með ráðherrum eða forseta Íslands eins og hann hafi óskað eftir.Vísir/Vilhelm Arngrímur hefur staðið vaktina með vini sínum Sturlu Jónssyni í baráttunni við lánainnheimtur. Árið 2011 skrifuðu þeir grein í Fréttablaðið og Vísi þar sem þeir leituðu að fólki og félagasamtökum til að snúa vörn í sókn og draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valdi lántakendum skaða með aðgerðum eða vanrækslu. „Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni,“ sögðu þeir félagar í grein sinni. Þá funduðu þeir Sturla með Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta, árið 2012 vegna baráttu sinnar. Sturla bauð sig einmitt fram í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Sturla hlaut 6.446 atkvæði sem eru 3,5 prósent atkvæða. Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig forsetakosningarnar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Árið 2013 skilaði Arngrímur inn framboði í Norðauausturkjördæmi til Alþingiskosninga. Framboðið var dæmt ógilt því það hvorki fylgdi framboðinu tuttugu nöfn eða 300 meðmælendur. Samsærakenningasmiður vill á Bessastaði Axel Pétur Axelsson er 57 ára fjögurra barna faðir sem hefur líst sér sem manni sem hafi ákveðnar skoðanir á öllu undir sólinni okkar, „sem á eftir að springa einn góðan veðurdag“. Hann var um tíma stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Axel Pétur Axelsson hefur verið fastagestur í Harmageddon á X-inu í mörg ár.Aðsend Axel Pétur Axelsson hefur rekið FrelsiTV og Scandinavian Report á ensku frá árinu 2013 þar sem fjallað er um heimspeki, samsæriskenningar, Guðfræði og fleira. Þá hefur Axel Pétur verið fastagestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu undanfarin ár þar sem hann hefur viðrað sínar nýjustu samsæriskenningar. Axel Pétur kynnti framboð sitt á FrelsiTV þann 24. apríl. 486 höfðu horft á upptökuna þegar þessi frétt var skrifuð. Taka tvö hjá Guðmundi Franklín Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, tilkynnti ákvörðun sína um framboð í beinni útsendingu á Facebook síðu sinni 23. apríl. Guðmundur Franklín hefur áður boðið sig fram, bæði til forseta og til Alþingis. Hann var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Þá var Guðmundur einnig á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 en dró hann framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Guðmundur Franklín safnar undirskriftum fyrir forsetaframboð sitt í Kringlunni á dögunum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín segist eftir mikla hvatningu og nokkra íhugun hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Framboð hans muni í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt af mörkum til að berjast gegn spillingu. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja,“ sagði Guðmundur sem á Glerártorgi á Akureyri í dag að safna undirskriftum. Leggur Guðmundur þá áherslu á að orkupakkar fjögur og fimm muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og að sama skapi verði aðild Íslands að Evrópusambandinu aldrei samþykkt án þess að þjóðin hafi greitt atkvæði um aðild. „Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina.“ Skákdómari sem býður dóms Kristján Örn Elíasson er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hefur hann töluverða reynslu frá dómarastörfum á erlendum vettvangi en hann varð FIDE-dómari árið 2015. Óánægja með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið er aðalástæða framboðs Kristjáns Arnar sem telur sig þó líklega hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en segist í viðtali við Fréttablaðið ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. „Það er mál sem varðar samskiptin við Landsbankann og ákveðna valdníðslu sem kemur fram í fréttum um sýslumanninn á Snæfellsnesi og samskiptin við Landsbankann,“ segir Kristján Örn við Fréttablaðið. Segir þrjár milljónir fyrir orðuveitingar ekki ganga upp Magnús Ingiberg Jónsson býður sig aftur fram til forseta Íslands en hann náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda fyrir fjórum árum. „Ég hefði þurft einn dag í viðbót,“ segir Magnús Ingiberg sem segist hafa verið á þönunum í tíu daga og verið hársbreidd frá markmiðinu. Þá vafðist meðal annars fyrir einum í teymi Magnúsar að stuðningsmenn þyrftu sjálfir að skrifa undir en sú skrifaði sjálf nöfn einstaklinganna á blað. Magnús Ingiberg er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Hann sagði áherslumál sín fyrir fjórum árum þau að leggja áherslu á að landið yrði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka. Hann sagði pólitíkina á Íslandi ganga út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni í stað þess að vinna saman að bættum hag Íslendinga. Þá vildi hann afnema verðtrygginguna og sú ákvörðun yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann er mótfallinn inngöngu í Evrópusambandið en vill sömuleiðis að sú ákvörðun verði lögð í hendur þjóðarinnar. Magnús segir enga sérstaka skoðanabreytingu hafa orðið hjá sér. Hann vilji að valdið fari til þjóðarinnar í málum sem ágreiningur er um og nefnir vegtolla sem dæmi um slíkt mál. Aðspurður um frammistöðu Guðna í embætti undanfarin fjögur ár segist hann vilja segja sem minnst um það. „Hann hefur gefið það út að hann sé valdalaus, vilji vera þannig en það passar ekkert að borga rúmar þrjár milljónir á mánuði bara til að taka við peningunum og gefa orður,“ segir Magnús. „Ég held að við þurfum mann sem hefur reynslu af því að reka fyrirtæki, hafa ekki farið á hausinn og vita hvað er í gangi þegar það er kreppa. Hafi innsýn inn í viðskiptalífið og út á hvað þetta gengur,“ segir Magnús. Minnst 1500 undirskriftir Fyrsta kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands lýkur hinn 31. júlí næst komandi. Hann tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að hann byði sig fram á ný í forsetakosningum sem fram fara hinn 27. júní fái forseti mótframboð en að öðrum kosti er forseti sjálfkjörinn samkvæmt stjórnarskrá, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Til að framboð verði þurfa frambjóðendur að afla sér nægilega margra meðmælenda sem stjórnarskrá og lög kveða á um fyrir tilskilin frest til að skila inn forsetaframboði. Fróðlegt verður að sjá hvort barist verði um Bessastaði í júní. Til þess þarf í það minnsta einn frambjóðandi, til viðbótar við Guðna, að skila inn 1500 meðmælum héðan og þaðan af landinu.Vísir/Vilhelm Í 4. grein laga um framboð og kjör forseta Íslands segir: „Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmálaráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag,“ sem þýðir að fresturinn er að þessu sinni til 23. maí. Lögin kveða einnig á um að „forsætisráðherra auglýsi kosninguna í útvarpi og Lögbirtingablaði eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag og tiltaki hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr landsfjórðungi hverjum í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar.“ Þetta gerði forsætisráðuneytið hinn 20. mars og þar segir að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Fyrsta og eina konan 1980 Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. 30. júní 1980, Vigdís Finnbogadóttir fagnar sigri í forsetakosningum 1980. Vigdís kemur fram á svalir við heimili sitt við Aragötu en fjöldi manns hafði safnast þar saman. Þórir Guðmundsson Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Hætti við og studdi Ólaf Ragnar Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson gegndi embætti forseta Íslands í tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson er ekki að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í fyrsta skipti því hann bauð sig fyrst fram árið 2016. Ólafur Ragnar hafði þá í nýársávarpi sagt að hann yrði ekki í framboði í komandi kosningum í júní. Guðmundur Franklín dró hins vegar framboð sitt til baka hinn 4. apríl og lýsti stuðningi sínum við að Ólafur Ragnar byði sig fram enn og aftur. Hann tilkynnti það á fréttamannafundi á Bessastöðum hinn 18. apríl. Tæpum mánuði síðar, eða hinn 9. maí tilkynnti Ólafur Ragnar aftur á móti að hann yrði ekki í framboði. 12 prósenta munur 2016 Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Guðni Th. Jóhannesson er að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili sem forseti Íslands.Vísir/Vilhelm Það á eftir að koma í ljós hvort Guðmundur Franklín nær að halda framboði sínu til streitu í þetta skiptið og eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Ef hann hættir hins vegar við og enginn annar en Guðni býður sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“ Forseti Íslands Fréttaskýringar Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur embættinu undanfarin fjögur ár, safnaði tilskyldum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Hér er hægt að sjá lista yfir þá sem eru í framboði og mæla með þeim en til þess þarf rafræn skilríki eða íslykil. Frestur til að skila undirskrifum rennur út 23. maí. Vísir skoðaði aðeins þá fimm sem stefna á baráttu við Guðna í forsetakosningum takist þeim að safna tilskyldum fjölda undirskrifta. Aðeins Guðni Th. hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta þegar þetta er skrifað. Fær hvorki fund með ráðherrum né forseta Arngrímur Friðrik Pálsson er 64 ára búfræðingur og tveggja barna faðir sem seldi um árabil landbúnaðarvélar. Arngrímur er öryrki sem telur að hið opinbera hafi brotið á mannréttindum hans undanfarin ár. Hann er spasstískur hægra megin í líkamanum og tjáði Eyjunni á dögunum að hann væri líklega fyrsti fatlaði forsetaframbjóðandinn. Arngrímur tilkynnti ekki formlega um framboð sitt heldur varð fólk vart við nafnið á lista yfir þá sem væru að safna undirskriftum. Hann segist ekki hafa neinn metnað til að vera forseti heldur sé að athuga eftirspurnina. Framboðið sé af nauðsyn, ekki metnað. Hann treysti sé þó vel í verkið. „Guðni forseti, Bjarni Benediktsson og Katrín forsætisráðherra hafa öll lofað mér fundi en svikið. Þetta er stórfurðulegt samfélag. Ég hef kallað eftir hjálp í fjöldamörg ár, en hef nú gefist upp, þetta framboð er síðasta hálmstráið,“ sagði Arngrímur við Eyjuna á dögunum. Arngrímur segist ekki fá fundi með ráðherrum eða forseta Íslands eins og hann hafi óskað eftir.Vísir/Vilhelm Arngrímur hefur staðið vaktina með vini sínum Sturlu Jónssyni í baráttunni við lánainnheimtur. Árið 2011 skrifuðu þeir grein í Fréttablaðið og Vísi þar sem þeir leituðu að fólki og félagasamtökum til að snúa vörn í sókn og draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valdi lántakendum skaða með aðgerðum eða vanrækslu. „Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni,“ sögðu þeir félagar í grein sinni. Þá funduðu þeir Sturla með Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta, árið 2012 vegna baráttu sinnar. Sturla bauð sig einmitt fram í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Sturla hlaut 6.446 atkvæði sem eru 3,5 prósent atkvæða. Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig forsetakosningarnar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Árið 2013 skilaði Arngrímur inn framboði í Norðauausturkjördæmi til Alþingiskosninga. Framboðið var dæmt ógilt því það hvorki fylgdi framboðinu tuttugu nöfn eða 300 meðmælendur. Samsærakenningasmiður vill á Bessastaði Axel Pétur Axelsson er 57 ára fjögurra barna faðir sem hefur líst sér sem manni sem hafi ákveðnar skoðanir á öllu undir sólinni okkar, „sem á eftir að springa einn góðan veðurdag“. Hann var um tíma stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Axel Pétur Axelsson hefur verið fastagestur í Harmageddon á X-inu í mörg ár.Aðsend Axel Pétur Axelsson hefur rekið FrelsiTV og Scandinavian Report á ensku frá árinu 2013 þar sem fjallað er um heimspeki, samsæriskenningar, Guðfræði og fleira. Þá hefur Axel Pétur verið fastagestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu undanfarin ár þar sem hann hefur viðrað sínar nýjustu samsæriskenningar. Axel Pétur kynnti framboð sitt á FrelsiTV þann 24. apríl. 486 höfðu horft á upptökuna þegar þessi frétt var skrifuð. Taka tvö hjá Guðmundi Franklín Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, tilkynnti ákvörðun sína um framboð í beinni útsendingu á Facebook síðu sinni 23. apríl. Guðmundur Franklín hefur áður boðið sig fram, bæði til forseta og til Alþingis. Hann var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Þá var Guðmundur einnig á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 en dró hann framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Guðmundur Franklín safnar undirskriftum fyrir forsetaframboð sitt í Kringlunni á dögunum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín segist eftir mikla hvatningu og nokkra íhugun hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Framboð hans muni í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt af mörkum til að berjast gegn spillingu. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja,“ sagði Guðmundur sem á Glerártorgi á Akureyri í dag að safna undirskriftum. Leggur Guðmundur þá áherslu á að orkupakkar fjögur og fimm muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og að sama skapi verði aðild Íslands að Evrópusambandinu aldrei samþykkt án þess að þjóðin hafi greitt atkvæði um aðild. „Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina.“ Skákdómari sem býður dóms Kristján Örn Elíasson er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hefur hann töluverða reynslu frá dómarastörfum á erlendum vettvangi en hann varð FIDE-dómari árið 2015. Óánægja með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið er aðalástæða framboðs Kristjáns Arnar sem telur sig þó líklega hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en segist í viðtali við Fréttablaðið ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. „Það er mál sem varðar samskiptin við Landsbankann og ákveðna valdníðslu sem kemur fram í fréttum um sýslumanninn á Snæfellsnesi og samskiptin við Landsbankann,“ segir Kristján Örn við Fréttablaðið. Segir þrjár milljónir fyrir orðuveitingar ekki ganga upp Magnús Ingiberg Jónsson býður sig aftur fram til forseta Íslands en hann náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda fyrir fjórum árum. „Ég hefði þurft einn dag í viðbót,“ segir Magnús Ingiberg sem segist hafa verið á þönunum í tíu daga og verið hársbreidd frá markmiðinu. Þá vafðist meðal annars fyrir einum í teymi Magnúsar að stuðningsmenn þyrftu sjálfir að skrifa undir en sú skrifaði sjálf nöfn einstaklinganna á blað. Magnús Ingiberg er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Hann sagði áherslumál sín fyrir fjórum árum þau að leggja áherslu á að landið yrði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka. Hann sagði pólitíkina á Íslandi ganga út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni í stað þess að vinna saman að bættum hag Íslendinga. Þá vildi hann afnema verðtrygginguna og sú ákvörðun yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann er mótfallinn inngöngu í Evrópusambandið en vill sömuleiðis að sú ákvörðun verði lögð í hendur þjóðarinnar. Magnús segir enga sérstaka skoðanabreytingu hafa orðið hjá sér. Hann vilji að valdið fari til þjóðarinnar í málum sem ágreiningur er um og nefnir vegtolla sem dæmi um slíkt mál. Aðspurður um frammistöðu Guðna í embætti undanfarin fjögur ár segist hann vilja segja sem minnst um það. „Hann hefur gefið það út að hann sé valdalaus, vilji vera þannig en það passar ekkert að borga rúmar þrjár milljónir á mánuði bara til að taka við peningunum og gefa orður,“ segir Magnús. „Ég held að við þurfum mann sem hefur reynslu af því að reka fyrirtæki, hafa ekki farið á hausinn og vita hvað er í gangi þegar það er kreppa. Hafi innsýn inn í viðskiptalífið og út á hvað þetta gengur,“ segir Magnús. Minnst 1500 undirskriftir Fyrsta kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands lýkur hinn 31. júlí næst komandi. Hann tilkynnti í síðasta nýársávarpi sínu til þjóðarinnar að hann byði sig fram á ný í forsetakosningum sem fram fara hinn 27. júní fái forseti mótframboð en að öðrum kosti er forseti sjálfkjörinn samkvæmt stjórnarskrá, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Til að framboð verði þurfa frambjóðendur að afla sér nægilega margra meðmælenda sem stjórnarskrá og lög kveða á um fyrir tilskilin frest til að skila inn forsetaframboði. Fróðlegt verður að sjá hvort barist verði um Bessastaði í júní. Til þess þarf í það minnsta einn frambjóðandi, til viðbótar við Guðna, að skila inn 1500 meðmælum héðan og þaðan af landinu.Vísir/Vilhelm Í 4. grein laga um framboð og kjör forseta Íslands segir: „Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur dómsmálaráðuneytinu ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um, að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag,“ sem þýðir að fresturinn er að þessu sinni til 23. maí. Lögin kveða einnig á um að „forsætisráðherra auglýsi kosninguna í útvarpi og Lögbirtingablaði eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag og tiltaki hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr landsfjórðungi hverjum í réttu hlutfalli við kjósendatölu þar.“ Þetta gerði forsætisráðuneytið hinn 20. mars og þar segir að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna, en mest 3.000, sem skiptist þannig eftir landsfjórðungum: Úr Sunnlendingafjórðungi : Að lágmarki 1.224 og hámarki 2.448 Úr Vestfirðingafjórðungi: Að lágmarki 59 og hámarki 117 Úr Norðlendingafjórðungi: Að lágmarki 160 og hámarki 320 Úr Austfirðingafjórðungi: Að lágmarki 57 og hámarki 115 Fyrsta og eina konan 1980 Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fyrst kjörinn af Alþingi árið 1944 og sat óskoraður á forsetastóli til ársins 1952 þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti. Hann fékk aldrei mótframboð eftir það og gengdi embættinu til ársins 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn. Hann sat á Bessastöðum í þrjú kjörtímabil eða tólf ár án þess að fá mótframboð eftir að hann var fyrst kjörinn. 30. júní 1980, Vigdís Finnbogadóttir fagnar sigri í forsetakosningum 1980. Vigdís kemur fram á svalir við heimili sitt við Aragötu en fjöldi manns hafði safnast þar saman. Þórir Guðmundsson Vigdís Finnbogadóttir varð forseti árið 1980 eftir sögulegar forsetakosningar og sat á Bessastöðum í sextán ár eða fjögur kjörtímabil. Hún fékk hins vegar mótframboð árið 1988 þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram þar sem Vigdís hlaut 92,7 prósent atkvæða en Sigrún 5,3 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur setið allra manna lengst á forsetastóli eða í tuttugu ár. Eftir að hann hafði setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil árið 2004 buðu Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson sig einnig fram. Ólafur Ragnar fékk 85,6% atkvæða, Ástþór 1,9 prósent og Baldur 12,5 prósent. Hætti við og studdi Ólaf Ragnar Þegar Ólafur Ragnar bauð sig fram til forseta í fimmta sinn árið 2012 buðu fimm aðrir sig fram til embættisins. Í kosningunum þá hlaut Ólafur Ragnar 52,8 prósent atkvæða, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 1,8 prósent, Ari Trausti Guðmundsson 8,6 prósent, Hannes Bjarnason 1 prósent, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6 prósent og Þóra Arnórsdóttir 33,2 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson gegndi embætti forseta Íslands í tuttugu ár.Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson er ekki að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands í fyrsta skipti því hann bauð sig fyrst fram árið 2016. Ólafur Ragnar hafði þá í nýársávarpi sagt að hann yrði ekki í framboði í komandi kosningum í júní. Guðmundur Franklín dró hins vegar framboð sitt til baka hinn 4. apríl og lýsti stuðningi sínum við að Ólafur Ragnar byði sig fram enn og aftur. Hann tilkynnti það á fréttamannafundi á Bessastöðum hinn 18. apríl. Tæpum mánuði síðar, eða hinn 9. maí tilkynnti Ólafur Ragnar aftur á móti að hann yrði ekki í framboði. 12 prósenta munur 2016 Níu frambjóðendur voru í boði í forsetakosningunum í júní 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent, Andri Snær Magnason 14,3 prósent og Davíð Oddsson 13,7 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu minna en 5 prósent atkvæða hver um sig. Guðni Th. Jóhannesson er að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili sem forseti Íslands.Vísir/Vilhelm Það á eftir að koma í ljós hvort Guðmundur Franklín nær að halda framboði sínu til streitu í þetta skiptið og eða hvort aðrir bjóði sig einnig fram áður en frestur til að skila inn framboðum rennur út. Ef hann hættir hins vegar við og enginn annar en Guðni býður sig fram segja lögin um framboð og kjör forseta Íslands í 12. grein: „Nú hefur aðeins einn maður verið í kjöri til forsetaembættisins, og er hann þá rétt kjörinn forseti Íslands án atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann kjörgengisskilyrðum. Gefur hæstiréttur út kjörbréf handa honum þegar að liðnum framboðsfresti.“
Forseti Íslands Fréttaskýringar Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem banni nýjar virkjanir í lögunum Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent