Stórfiskaleikur í Tyrklandi vakti ekki mikla lukku hjá Kára Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 19:00 Kári á leik á HM 2018 en hann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/getty Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Kári Árnason segir að hann hefði ekki getað verið í meira en eitt ár hjá Gençlerbirliği í Tyrklandi. Hann segir að æfingarnar hafi verið oft á tíðum verið furðulegar og viðeran ansi mikil. Kári var gestur í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir víðan völl en hann leikur nú með Víkingi í Pepsi Max-deild karla eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku. Síðasta lið Kára í atvinnumennsku var Gençlerbirliği í Tyrklandi þar sem hann lék þrettán leiki. Kári segir að hann hafi ekki getað annað tímabil. „Ég hefði ekki haldið lengur út í Tyrklandi en eitt ár. Það er svoleiðis. Þeir eru rosalega sérstakir. Æfingarnar eru allt öðruvísi. Þeir eru góðir í fótbolta og það fer ekkert á milli mála en upphitunin var einhverjir leikir sem þeim fannst rosalega skemmtilegir,“ sagði Kári og hélt áfram: „Það var stórfiskaleikur og það var orðið alveg vel þreytt eftir tvær vikur. Svo hélt það bara áfram. Inn og út um gluggann var mikið notað. Þetta hljómar eins og sjötti flokkur.“ Tyrkirnir eru ekki mikið að treysta sínum leikmönnum og því þurftu Kári og félagar að dúsa nær allan daginn á hóteli liðsins, án þess að hafa neitt fyrir stafni. „Svo var viðveran rosaleg. Öll liðin eru með hótel á æfingasvæðinu. Þú þarft að vera þar inn á herbergi tvo tíma fyrir æfingu og svo þrjá til fjóra tíma eftir æfingu. Þú ert kominn heim klukkan sex þegar þú hefðir getað komið heim í hádeginu.“ „Það voru sex frídagar. Frídagarnir voru þannig að þú þurftir að koma á æfingasvæðið og réðst hvað þú gerðir. Þú gast bara hangið upp á herbergi. Þeir treysta ekkert leikmönnunum til að vera ekki í einhverju bulli og vilja hafa þá á æfingasvæðinu allan daginn,“ sgaði varnarjaxlinn. Klippa: Sportið í dag - Kári um Tyrkland Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Tyrkland Sportið í dag Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira