Um 45% íbúa Vestmannaeyja farið í sýnatöku Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2020 18:05 Vestmannaeyjar. MYND/Óskar P. Friðriksson Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira