„Auðvitað eru skiptar skoðanir á milli félaganna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 22:00 Sigurbjörn Grétar Eggertsson ræddi við Henry Birgi í Sportinu í dag. vísir/s2s Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Blak Sportið í dag Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu. KKÍ var fyrst til að blása allt af og nú hefur blakið fylgt á eftir en þetta var tilkynnt í gær. Formaðurinn, Sigurbjörn Grétar Eggertsson, fór yfir ákvörðunina í Sportinu í dag. „Við höfðum nú þegar blásið deildarkeppnina af fyrir neðri deildirnar. Í samráði við félögin í kringum 20. mars þá gáfum við okkur tvær vikur til að endurskoða þetta; hvað myndi gerast við úrslitakeppnina hjá okkur og bikarkeppnina. Það var ein umferð eftir í efstu deildinni og það var sjálfsagt að við hættum þar og deildarmeistarar krýndir það,“ sagði Sigurbjörn. „Við urðum að flauta bikarkeppnina af þar sem það greindist smit í liði á síðustu mínútunni og það lið var sett í sóttkví. Það var stjórnarfundur hjá okkur á föstudaginn þar sem við fórum yfir sviðsmyndina og við fengum betri upplýsingar frá Almannavörnum. Það er lengra samkomubann svo í ljósi þessa og eftir samráð við félögin sáum við ekki að það væri tímarammi til þess að klára bæði úrslita- og bikarkeppni.“ Hann segir að auðvitað hafi verið skiptar skoðanir á milli félaganna en hann segir hins vegar að flestir hafi verið sammála því að þetta hafi verið sú eina rétta ákvörðun í stöðunni. „Ég held að það hafi allir viljað klára þetta og það var uppleggið fyrir tveimur vikum að leita allra leiða. Við teiknuðum upp ansi margar myndir og möguleika. Eftir því sem lengra leið var ljóst að það yrði minna rými. Auðvitað eru skiptar skoðanir milli félaganna. Sum vildu gefa þessu lengri tíma á meðan önnur sögðu að það væri ekki hægt að halda áfram. Eftir þessi samtöl og samtöl innan stjórnar var þetta niðurstaðan.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Blaktímabilið blásið af Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Blak Sportið í dag Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira