Lífið

Þórólfur sóttvarnalæknir tekur Penny Lane með Bítlunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórólfur flottur með bassann. 
Þórólfur flottur með bassann. 

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur verið mikið í sviðsljósinu hér á landi og þá sérstaklega á daglegum blaðamannafundum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

En sóttvarnalæknir virðist vera góður bassaleikari og með undurfagra rödd ef marka má myndband sem sjá má á Facebook.

Þar kemur Þórólfur fram með sveit sinni Bítilbræðrum og taka þeir lagið þekkta Penny Lane á æfingu sveitarinnar 24.júlí árið 2017.

Hér að neðan má sjá Þórólf fara á kostum á æfingunni.

 Þórólfur er mikill rokkari og hér tekur hann River Deep Mountain High.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.