Erlendir leikmenn spyrjast fyrir um leikmannasamtökin: Ísland langt á eftir Norðurlöndunum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 21:00 Arnar Sveinn Geirsson var gestur í Sportinu í dag en hann er forseti leikmannasamtakanna. mynd/s2s Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir að það sýni sig hversu langt Ísland er á eftir öðrum löndum hvað varðar leikmannasamtök þegar erlendir leikmenn koma hingað og spila. Laun og umræða í kringum leikmenn hefur verið mikil upp á síðkastið og sér í lagi á tímum kórónuveirunnar. Arnar Sveinn er forseti leikmannasamtakanna og hann var gestur í Sportinu í dag. Hann segir að það séu þónokkrir skráðir og þar séu erlendir leikmenn fyrirferðamiklir. „Það eru um 350 til 400 skráðir félagsmenn í fótboltanum og í handboltanum eru 100 eða 150 leikmenn. Þetta eru mestmegnis efstu tvær deildirnar í karla og kvenna í fótboltanum og í handboltanum er þetta efstu deildirnar tvær í karla og kvenna. Það eru fleiri lið sem koma til í fótboltanum og svo fáum við líka inn útlendinganna sem koma hingað,“ sagði Arnar. „Það sýnir hversu mikið við erum á eftir í þessu er að þegar útlendingarnir koma hingað að þeir eru alltaf fyrstir til að skrá sig. Þeir spyrja hvar leikmannasamtökin eru því þeir þekkja þetta frá sínu heimalandi hvort sem það eru Norðurlöndin eða önnur lönd í Evrópu.“ Á Norðurlöndunum er haldið úti viðamiklu starfi innan Leikmannasamtakanna en Arnar Sveinn segir að betur megi ef duga skal hér heima. „Þetta er komið miklu lengra annars staðar, sérstaklega ef við tölum um lönd sem við berum okkur mikið saman við eins og Norðurlöndin. Þá eru þau mikið lengra komin en við í þessum málum. Við erum að reyna efla okkar starf og gera okkur sýnilegri en við höfum verið til þess að láta boltinn fara rúlla,“ sagði Arnar Sveinn. Klippa: Sportið í dag - Arnar Sveinn um erlenda leikmenn og leikmannasamtökin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir að það sýni sig hversu langt Ísland er á eftir öðrum löndum hvað varðar leikmannasamtök þegar erlendir leikmenn koma hingað og spila. Laun og umræða í kringum leikmenn hefur verið mikil upp á síðkastið og sér í lagi á tímum kórónuveirunnar. Arnar Sveinn er forseti leikmannasamtakanna og hann var gestur í Sportinu í dag. Hann segir að það séu þónokkrir skráðir og þar séu erlendir leikmenn fyrirferðamiklir. „Það eru um 350 til 400 skráðir félagsmenn í fótboltanum og í handboltanum eru 100 eða 150 leikmenn. Þetta eru mestmegnis efstu tvær deildirnar í karla og kvenna í fótboltanum og í handboltanum er þetta efstu deildirnar tvær í karla og kvenna. Það eru fleiri lið sem koma til í fótboltanum og svo fáum við líka inn útlendinganna sem koma hingað,“ sagði Arnar. „Það sýnir hversu mikið við erum á eftir í þessu er að þegar útlendingarnir koma hingað að þeir eru alltaf fyrstir til að skrá sig. Þeir spyrja hvar leikmannasamtökin eru því þeir þekkja þetta frá sínu heimalandi hvort sem það eru Norðurlöndin eða önnur lönd í Evrópu.“ Á Norðurlöndunum er haldið úti viðamiklu starfi innan Leikmannasamtakanna en Arnar Sveinn segir að betur megi ef duga skal hér heima. „Þetta er komið miklu lengra annars staðar, sérstaklega ef við tölum um lönd sem við berum okkur mikið saman við eins og Norðurlöndin. Þá eru þau mikið lengra komin en við í þessum málum. Við erum að reyna efla okkar starf og gera okkur sýnilegri en við höfum verið til þess að láta boltinn fara rúlla,“ sagði Arnar Sveinn. Klippa: Sportið í dag - Arnar Sveinn um erlenda leikmenn og leikmannasamtökin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira