Covid-sjúkum býðst fjarheilbrigðisforrit Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2020 18:39 Sidekick Fjarheilbrigðisforritið Landspítalinn hefur tekið í notkun fjarheilbrigðisforrit sem verður sent í síma Covid-sjúklinga. Þar geta sjúklingar greint frá einkennum sínum og fengið ráðgjöf frá sérfræðingum. Fyrir um tveimur vikum óx starfsfólki Landspítalans mjög í augum sá fjöldi sjúklinga sem þyrfti að sinna vegna kórónuveirunnar. Var talið að verkefnið yrði of stórt fyrir símavöktunarkerfið. Ráðist var í hönnun snjallforrits í samvinnu við fyrirtækið Sidekick. Ef einhver greinist með Covid-19 þá er honum boðið þetta forrit í símann. „Þá getur þú skráð þig inn og fengið upplýsingar um sjúkdóminn. Þar er sjúkraþjálfari sem fer í gegnum öndunaræfingar og sálfræðingur fer yfir andlega þætti. Þetta gerir okkur kleift að fylgjast með einkennum sem sjúklingurinn skráir sjálfur. Þetta gerir okkur það mögulegt að ef faraldurinn vex meira en hann er núna, þá getum við sinnt þessum breiða hópi fólks, bæði með símavöktun og snjallforriti, og kallaða þá veikustu inn á göngudeildina og lagt þá inn ef svo ber undir,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Talið er að Covid-teymi Landspítalans geti sinnt um 12-15 hundruð sjúklingum á dag og hringt um 4-500 símtöl. „Við sjáum fyrir okkur að ef faraldurinn verður mikið stærri þá er gott að hafa einhvern stuðning með þeirri vinnu og þar kemur þetta snjallforrit inn í myndina,“ segir Ragnar Freyr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Landspítalinn hefur tekið í notkun fjarheilbrigðisforrit sem verður sent í síma Covid-sjúklinga. Þar geta sjúklingar greint frá einkennum sínum og fengið ráðgjöf frá sérfræðingum. Fyrir um tveimur vikum óx starfsfólki Landspítalans mjög í augum sá fjöldi sjúklinga sem þyrfti að sinna vegna kórónuveirunnar. Var talið að verkefnið yrði of stórt fyrir símavöktunarkerfið. Ráðist var í hönnun snjallforrits í samvinnu við fyrirtækið Sidekick. Ef einhver greinist með Covid-19 þá er honum boðið þetta forrit í símann. „Þá getur þú skráð þig inn og fengið upplýsingar um sjúkdóminn. Þar er sjúkraþjálfari sem fer í gegnum öndunaræfingar og sálfræðingur fer yfir andlega þætti. Þetta gerir okkur kleift að fylgjast með einkennum sem sjúklingurinn skráir sjálfur. Þetta gerir okkur það mögulegt að ef faraldurinn vex meira en hann er núna, þá getum við sinnt þessum breiða hópi fólks, bæði með símavöktun og snjallforriti, og kallaða þá veikustu inn á göngudeildina og lagt þá inn ef svo ber undir,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Talið er að Covid-teymi Landspítalans geti sinnt um 12-15 hundruð sjúklingum á dag og hringt um 4-500 símtöl. „Við sjáum fyrir okkur að ef faraldurinn verður mikið stærri þá er gott að hafa einhvern stuðning með þeirri vinnu og þar kemur þetta snjallforrit inn í myndina,“ segir Ragnar Freyr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira