Markaði nýtt upphaf þegar RÚV klippti á útsendinguna frá vítaspyrnukeppninni 2006 Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 11:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir að Valur varð Íslandsmeistari í haust. vísir/daníel Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira