Þriðja vika Vodafone deildarinnar í rafíþróttum hefst í kvöld.
Á Stöð 2 eSport veður sýnt frá viðureign liðanna Tilt og FH Esports.cs. Þau lið takast á í leiknum CS: Go. Útsendingin hefst klukkan 19:45 í kvöld og stendur yfir til um ellefu.
Einnig verður á Twitch sýnt frá viðureign XY.esports og KR LoL. Sú útsending hefst klukkan átta í kvöld.
XY eru enn að leita að fyrsta sigrinum á meðan að KR fór nokkuð létt með Somnio í síðustu viku.
Hægt er að fylgjast með viðureigninni hér að neðan og hér á Twitch.