Bænastundir á facebook og hátíðarsamkomur á netinu Fíladelfía 9. apríl 2020 10:00 Hátíðasamkoma Fíladelfíu verður sýnd hér á Vísi á páskasunnudag klukkan 11. Hátíðarsamkoma Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu verður sýnd hér á Vísi á Páskadag. Helgi Guðnason, prestur segir samkomubann kalla á nýja nálgun í allri þjónustu sem Fíladelfía bregðist að sjálfsögðu við. „Við, eins og aðrir reynum að aðlagast samkomubanni og samkoman á sunnudaginn verður fyrsta páskasamkoman frá upphafi Fíladelfíu fyrir tómu húsi. En við búum að því að hafa sent okkar samkomur út alla sunnudaga í 20 ár svo þetta er ekki svo mikið stökk fyrir okkur að öðru leiti en því að færa útsendinguna yfir á netið,“ útskýrir Helgi. Helgi Guðnason prestur. „Við höfum einnig undirbúið dagskrána með það í huga að hún sé áhorfsvæn. Við munum sýna efni sem þegar hefur verið tekið upp meðal annars myndband með stuttum viðtölum, tónlistin verður lífleg og predikunin verður stutt, hnitmiðuð og praktísk. Við leggjum alltaf áherslu á að fjalla um daglegt líf og veruleikann sem við stöndum frammi fyrir dags daglega og predikunin á sunnudaginn verður engin undantekning,“ segir Helgi. Aron Hinriksson mun predika. Þá verða sendar út þrjár samkomur, á íslensku, ensku og spænsku. Daglegir viðburðir á netinu Helgi segir starf Fíladelfíu fara að miklum hluta fram á netinu og kirkjan nýti sér tæknina óspart til að koma efni á framfæri. Búið er að uppfæra heimasíðu kirkjunnar svo notendur eigi auðveldara með að fylgjast með beinum útsendingum, geti komið með athugasemdir og tekið þátt í spjalli. Í ástandinu sem ríkir núna hefur viðburðum á netinu fjölgað. Aron Hinriksson mun predika á sunnudaginn. „Það er gaman að sjá hvað fólk er tilbúið til þess að stíga inn og bæta við efni. Við erum með nokkrar deildir innan kirkjunnar og þrjú tungumál, íslensku, ensku og spænsku, og allar deildir senda daglega frá einhverjum viðburðum. Til dæmis skiptist fólk á að lesa kafla úr biblíunni í beinni útsendingu á facebooksíðu Fíladelfíu og fólk tekur þátt með því að kommenta við viðburðinn. Ungt fólk flytur tónlist í hádeginu og svo erum við einnig með bænalista og viljum hvetja fólk til þess að biðja meðan þetta ástand gengur yfir. á fimmudagskvöldum hefur tónlistarfólk úr kirkjunni verið með tónleika í heimahúsi, boðið fólki heim í stofu. Þessi viðburður er mjög skemmtilegur og fær gríðarlega mikið áhorf. Þá höfum við sent út hugvekjur og eins hafa verið sett upp spjallherbergi á Zoom, þar sem fólk „hittist“ þrisvar í viku, alls staðar að af landinu og spjallar. Margir eru í einangrun eða sóttkví og þetta er til þess gert að fólk verði síður einmana," segir Helgi. Styðja við hvert annað Á þessum fordæmalausu tímum segir Helgi mikilvægt að hlúa að hvert öðru og kirkjan leggi sitt af mörkum til að styðja við sitt fólk. Það „Við höfum sett okkur markmið um að heyra í öllum eldri borgurum í Fíladelfíu, taka stöðuna hjá þeim og athuga hvort við getum aðstoðað með eitthvað. Flestir búa sem betur fer svo vel að eiga ættingja sem sinna þeim en við erum til staðar fyrir þá sem þurfa. Þetta ástand sem ríkir í dag er mikil áskorun en á móti má líka sjá hvað fólk er fljótt að finna lausnir og hvað allt hefur í raun gengið vel,“ segir Helgi. „Þetta er erfiðast við útfarir. Það er mjög erfitt að geta ekki faðmað fólk eða tekið í hönd þess og þá geta einnig fáir verið viðstaddir en við höfum sýnt frá athöfnunum og mikill fjöldi getur þannig fylgst með, kannski fleiri en hefðu getað komið annars. Kannski er þetta form komið til að vera. Við höfum einnig búið til spjallborð fyrir fólk þar sem ekki er hægt að hittast og það myndast ákveðið samfélag þó fólk sé heima hjá sér. Samkomubannið hefur jafnvel þau áhrif að þjappa fólki frekar saman. Við segjum gjarnan að við fellum ekki neinar samkomur niður í samkomubanni heldur færum okkur bara á netið.“ Fylgjast má með hátíðarsamkomu Fíladelfíu á páskadag, 12. Apríl, hér á Vísi klukkan 11 . Samkomubann á Íslandi Trúmál Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Hátíðarsamkoma Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu verður sýnd hér á Vísi á Páskadag. Helgi Guðnason, prestur segir samkomubann kalla á nýja nálgun í allri þjónustu sem Fíladelfía bregðist að sjálfsögðu við. „Við, eins og aðrir reynum að aðlagast samkomubanni og samkoman á sunnudaginn verður fyrsta páskasamkoman frá upphafi Fíladelfíu fyrir tómu húsi. En við búum að því að hafa sent okkar samkomur út alla sunnudaga í 20 ár svo þetta er ekki svo mikið stökk fyrir okkur að öðru leiti en því að færa útsendinguna yfir á netið,“ útskýrir Helgi. Helgi Guðnason prestur. „Við höfum einnig undirbúið dagskrána með það í huga að hún sé áhorfsvæn. Við munum sýna efni sem þegar hefur verið tekið upp meðal annars myndband með stuttum viðtölum, tónlistin verður lífleg og predikunin verður stutt, hnitmiðuð og praktísk. Við leggjum alltaf áherslu á að fjalla um daglegt líf og veruleikann sem við stöndum frammi fyrir dags daglega og predikunin á sunnudaginn verður engin undantekning,“ segir Helgi. Aron Hinriksson mun predika. Þá verða sendar út þrjár samkomur, á íslensku, ensku og spænsku. Daglegir viðburðir á netinu Helgi segir starf Fíladelfíu fara að miklum hluta fram á netinu og kirkjan nýti sér tæknina óspart til að koma efni á framfæri. Búið er að uppfæra heimasíðu kirkjunnar svo notendur eigi auðveldara með að fylgjast með beinum útsendingum, geti komið með athugasemdir og tekið þátt í spjalli. Í ástandinu sem ríkir núna hefur viðburðum á netinu fjölgað. Aron Hinriksson mun predika á sunnudaginn. „Það er gaman að sjá hvað fólk er tilbúið til þess að stíga inn og bæta við efni. Við erum með nokkrar deildir innan kirkjunnar og þrjú tungumál, íslensku, ensku og spænsku, og allar deildir senda daglega frá einhverjum viðburðum. Til dæmis skiptist fólk á að lesa kafla úr biblíunni í beinni útsendingu á facebooksíðu Fíladelfíu og fólk tekur þátt með því að kommenta við viðburðinn. Ungt fólk flytur tónlist í hádeginu og svo erum við einnig með bænalista og viljum hvetja fólk til þess að biðja meðan þetta ástand gengur yfir. á fimmudagskvöldum hefur tónlistarfólk úr kirkjunni verið með tónleika í heimahúsi, boðið fólki heim í stofu. Þessi viðburður er mjög skemmtilegur og fær gríðarlega mikið áhorf. Þá höfum við sent út hugvekjur og eins hafa verið sett upp spjallherbergi á Zoom, þar sem fólk „hittist“ þrisvar í viku, alls staðar að af landinu og spjallar. Margir eru í einangrun eða sóttkví og þetta er til þess gert að fólk verði síður einmana," segir Helgi. Styðja við hvert annað Á þessum fordæmalausu tímum segir Helgi mikilvægt að hlúa að hvert öðru og kirkjan leggi sitt af mörkum til að styðja við sitt fólk. Það „Við höfum sett okkur markmið um að heyra í öllum eldri borgurum í Fíladelfíu, taka stöðuna hjá þeim og athuga hvort við getum aðstoðað með eitthvað. Flestir búa sem betur fer svo vel að eiga ættingja sem sinna þeim en við erum til staðar fyrir þá sem þurfa. Þetta ástand sem ríkir í dag er mikil áskorun en á móti má líka sjá hvað fólk er fljótt að finna lausnir og hvað allt hefur í raun gengið vel,“ segir Helgi. „Þetta er erfiðast við útfarir. Það er mjög erfitt að geta ekki faðmað fólk eða tekið í hönd þess og þá geta einnig fáir verið viðstaddir en við höfum sýnt frá athöfnunum og mikill fjöldi getur þannig fylgst með, kannski fleiri en hefðu getað komið annars. Kannski er þetta form komið til að vera. Við höfum einnig búið til spjallborð fyrir fólk þar sem ekki er hægt að hittast og það myndast ákveðið samfélag þó fólk sé heima hjá sér. Samkomubannið hefur jafnvel þau áhrif að þjappa fólki frekar saman. Við segjum gjarnan að við fellum ekki neinar samkomur niður í samkomubanni heldur færum okkur bara á netið.“ Fylgjast má með hátíðarsamkomu Fíladelfíu á páskadag, 12. Apríl, hér á Vísi klukkan 11 .
Samkomubann á Íslandi Trúmál Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira