Forritið „frískaði upp á minni“ smitaðs landshornaflakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 23:00 Alma Möller, landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundi almannavarna 19. mars 2020. Júlíus Sigurjónsson Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Smitrakningaforrit almannavarna hefur þegar komið að góðum notum, að sögn Ævars Pálma Pálmasonar sem er yfirmaður smitrakningateymisins. Frá því að forritið var gert aðgengilegt fyrir rúmri viku hafa næstum 120 þúsund manns sótt forritið í símann sinn sem gerir vinnu teymisins auðveldari. Ævar segir að gögn úr forritinu hafi verið nýtt til að rekja ferðir fjögurra einstaklinga til þessa. Þannig hafi forritið komið að sérstaklega góðum notum í gær þegar kortleggja þurfti ferðir smitaðs einstaklings, sem vildi ólmur deila gögnum úr forritinu með rakningateyminu að sögn Ævars. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Sá hafði ferðast landshorna á milli og taldi að hann hafi fyrst fundið fyrir smiteinkennum á landshornaflakkinu. Ævar segir mikilvægt að dagsetning fyrstu einkenna liggi fyrir, t.a.m. svo að ákvarða megi upphaf sóttkvíar. Kom í bæinn degi fyrr Umræddur einstaklingur taldi að hann hafði komist á áfangastað á laugardag, en gögnin úr forritinu hafi hins vegar sýnt að hann „kom í bæinn“ daginn áður. Þannig hafi forritið „frískað upp á minni“ þess smitaða og þannig létt rakningateyminu störfin að sögn Ævars. Hann segir forritið einfalt í uppsetningu og notkun. Það hefði því ekki verið verra ef þess hefði notið við frá upphafi faraldursins. Honum finnst þó að símar með forritið mættu „tala betur saman.“ Ekki sé hægt með einföldum hætti að sjá hvort að ferðir tveggja síma með forritið skarist en Ævar segir þó að hugbúnaðarfyrirtækin sem koma að gerð forritsins séu að skoða þróun forritsins í þessa átt. Ævar segir jafnframt að smitrakningarvinnan sé komin í annan gír. Hún hafi þegar staðið yfir í sex vikur, verklagið sé orðið gott eftir mikið viðvarandi álag. Spjall Ævars við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17 Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum Nú er búið að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis sem ber nafnið Rakning C-15 í 115 þúsund símtæki. 6. apríl 2020 14:17
Því fleiri sem sækja appið því betra Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. 2. apríl 2020 19:42