Versta kreppa í níutíu ár Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 23:39 Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00