Segja að félögin eigi að standa við samninga þó að víða þurfi að finna samkomulag um skerðingu Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:45 Ingi Þór er þjálfari KR sem og tengiliður FKÍ. VÍSIR/BÁRA Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Man United telur sér hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Man United telur sér hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira