Tryggvi reyndi að semja við mótherja um að brjóta á sér svo að hann gæti bætt markametið Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 18:00 Tryggvi kom víða við í gær. vísir/skjáskot Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira
Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton Sjá meira