Fótbolti

Tryggvi: Á enn að vera spila þrátt fyrir að hann sé sextugur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi kom víða við á fimmtudaginn.
Tryggvi kom víða við á fimmtudaginn. vísir/skjáskot

Tryggvi Guðmundsson segir að markvörðurinn Kristján Finnbogason gæti verið að spila enn þann dag í dag. Tryggi var gestur í Sportinu í kvöld sem sýnt var á Skírdag og þar valdi hann meðal annars draumalið sitt.

Tryggvi valdi tíu leikmenn sem skipuðu draumaliðið ásamt honum sjálfum og það var hinn margreyndi Kristján Finnbogason sem fékk það hlutverk að standa í markinu. Þeir léku saman hjá KR en Tryggvi segir að valið hafi verið á milli hans og Daða Lárussonar, sem hann lék með hjá FH.

„Þetta var erfitt að velja á milli Stjána og Daða Lár. Ég var með Daða Lár í mörg ár í FH,“ sagði Tryggvi og hélt áfram og gantaðist meðal annars með aldur Kristjáns sem verður 49 ára í næsta mánuði.

„Stjáni er mögnuð týpa. Hann á að vera spila enn þann í dag þó að hann sé orðinn sextugur. Það var svo gaman að æfa með honum. Þið sjáið það bara þarna. Hann er frábær markvörður og frábær týpa. Ég segi bara sorry Daði Lár því þú veist þarna líka. Frábær markvörður og yndisleg týpa.“

Innslagið má sjá hér að neðan sem og nokkrar markvörslur Kristjáns.

Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markvörðinn

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×