Enski boltinn

Pogba: Mamma mín vissi að ég myndi snúa aftur til Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. Vísir/Getty

Ýmislegt áhugavert kom fram í hlaðvarpsþætti Manchester United um páskahelgina þar sem gestur þáttarins var líklega skærasta stjarna félagsins um þessar mundir; franski miðjumaðurinn Paul Pogba.

Pogba var aðeins 16 ára gamall þegar hann yfirgaf heimalandið til að ganga í raðir Manchester United. Þremur árum síðar yfirgaf Pogba enska stórveldið þar sem hann var ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í aðalliðinu undir stjórn Sir Alex Ferguson.

„Mamma sagði við mig: Þú munt fara eitthvert en þú átt eftir að enda aftur í Manchester. Hún sagði þetta alltaf. Ég var ekki viss en þið vitið hvernig mömmur eru,“ segir Pogba.

Þegar Pogba yfirgaf Man Utd gekk hann í raðir ítalska stórliðsins Juventus þar sem hann spilaði stórt hlutverk og hjálpaði liðinu að vinna ítölsku deildina þau fjögur ár sem hann spilaði þar. 

Sumarið 2016 sneri Pogba aftur til Man Utd fyrir metfé.

„Þegar ég kom til baka var ég mjög ánægður með þetta. Ég átti eftir að klára eitthvað þegar ég fór frá Man Utd. Þegar ég kom til baka kom ég sem fullmótaður leikmaður, ekki sem unglingur eins og þegar ég fór,“ segir Pogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×