Enski boltinn

Á­fallið stað­reynd og Isak búinn í að­gerð

Sindri Sverrisson skrifar
Alexander Isak fótbrotnaði í leiknum á laugardaginn.
Alexander Isak fótbrotnaði í leiknum á laugardaginn. Getty/Marc Atkins

Búast má við því að sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak, dýrasti leikmaður í sögu enska boltans, verði ekki með Liverpool næstu mánuðina eftir að hann fótbrotnaði í sigrinum gegn Tottenham á laugardaginn.

Liverpool hefur nú staðfest að um ökklameiðsli og brot í fótleggnum (e. fibula) sé að ræða og gekkst Isak undir aðgerð vegna meiðslanna í dag.

Í tilkynningu Liverpool segir að enginn tímarammi hafi verið settur varðandi það hvenær Isak muni mögulega snúa aftur til leiks. Ljóst má vera að einhverjir mánuðir eru í það.

Hinn 26 ára gamli Isak meiddist um leið og hann skoraði fyrra mark Liverpool í 2-1 sigrinum gegn Tottenham á laugardaginn, aðeins tíu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks.

Isak kom til Liverpool frá Newcastle í sumar eftir langan aðdraganda, fyrir 125 milljónir punda sem er hæsta verð sem enskt úrvalsdeildarfélag hefur greitt fyrir leikmann. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar, meðal annars vegna meiðsla, og skorað þrjú mörk í sextán leikjum hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×