Enski boltinn

Kemur ekki til greina að selja Kane innan Englands

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Harry Kane kann að skora mörk
Harry Kane kann að skora mörk vísir/getty

Ekkert er til í þeim sögusögnum að enska úrvalsdeildarliðið Tottenham sé tilbúið að selja aðalstjörnu sína, Harry Kane, til Manchester United eða nokkurs annars félags í ensku úrvalsdeildinni.

Kane gerði sex ára samning við Tottenham í júní 2018 en í gær bárust fréttir þess efnis að Tottenham væri tilbúið að selja kappann vegna fjárhagsvandræða í kjölfar kórónaveirufaraldursins.

Talað var um að Kane væri falur fyrir 200 milljónir punda en aðeins eru örfá félög til í heiminum sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að borga slíka upphæð. Eitt þeirra er Manchester United, sem hefur lengi verið orðað við Kane.

Heimildir BBC herma hins vegar að ekki komi til greina að selja Kane innan Englands.

Kane er 26 ára gamall og hefur skorað 181 mark í 278 leikjum fyrir Tottenham og er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×