Enski boltinn

Telur að félög sem lækki laun eigi að fara í félagaskiptabann

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gary Neville.
Gary Neville. vísir/getty

Sparkspekingurinn Gary Neville telur að þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem lækki leikmenn sína í launum vegna kórónaveirufaraldursins eigi að vera í félagaskiptabanni í sumar.

„Ef félög deildarinnar munu eyða einum milljarði punda í leikmannakaup í félagaskiptaglugganum sé ég ekki til hvers þau eru í viðræðum við leikmenn sína um að lækka laun sín um 30 prósent,“ segir Neville.

West Ham og Southampton eru einu úrvalsdeildarfélögin sem hafa gefið út að hafa náð samkomulagi við leikmenn sína um launaskerðingu en talið er að fleiri félög séu í slíkum viðræðum þessa dagana. Hafa til að mynda borist fregnir af því að viðræður Arsenal við sína leikmenn gangi illa.

Þá eru félög í úrvalsdeildinni sem ætla að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda. Félög á borð við Newcastle og Burnley svo dæmi séu tekin en Tottenham og Liverpool hafa bæði hætt við áform sín um að nýta þetta úrræði í kjölfar mótmæla stuðningsmanna sinna.

„Ef þú setur þig í spor leikmannsins. Afhverju ætti hann að taka á sig launalækkun og sjá svo félagið sitt eyða 200 milljónum punda í nýja leikmenn nokkrum vikum síðar? Mér finnst það ekki rétt. Félög sem lækka laun leikmanna sinnu ættu að vera í félagaskiptabanni í sumar,“ segir Neville.


Tengdar fréttir

West Ham annað úrvalsdeildarliðið til að skerða laun leikmanna

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur gefið út tilkynningu þess efnis að allir leikmenn aðalliðs félagsins taki á sig launaskerðingu í kjölfar kórónaveirufaraldursins sem hefur leikið heimsbyggðina grátt undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×