Má ekki klippa og fór því að teikna: „List á líka að vera skemmtileg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Hárgreiðslumaðurinn Vilberg er hæfileikabúnt. „Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
„Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira