Enski boltinn

Pogba vissi ekki hver Souness var

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pogba hefur aðeins leikið átta leiki með Manchester United í vetur.
Paul Pogba hefur aðeins leikið átta leiki með Manchester United í vetur. vísir/epa

Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, segist ekki hafa vitað hver Greame Souness væri.

Souness hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Pogba í starfi sínu sem álitsgjafi á Sky Sports.

Skotinn var frábær leikmaður á sínum tíma og varð m.a. fimm sinnum Englandsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari með Liverpool. Hann starfaði svo lengi við þjálfun. Þrátt fyrir það segist Pogba ekki hafa vitað hver Souness væri.

„Í sannleika sagt vissi ég ekki hver hann var,“ sagði Pogba í hlaðvarpinu UTD. 

„Ég heyrði að hann hefði verið frábær leikmaður. Ég kannaðist við andlitið en þekkti ekki nafnið.“

Pogba hefur lítið komið við sögu hjá United á þessu tímabili vegna meiðsla og hefur þrálátlega verið orðaður við brottför frá félaginu.

Franski miðjumaðurinn gekk aftur í raðir United fyrir metverð sumarið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×