Morgunþáttur til rannsóknar vegna ummæla um 5G og kórónuveiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 10:41 Ruth Langsford og Eamonn Holmes í myndveri This Morning á ITV. skjáskot Breska fjarskipta- og fjölmiðlastofnunin, Ofcom, leggur nú mat á hvort að þáttastjórnandi þar í landi hafi farið á svig við siðareglur með vangaveltum sínum um möguleg tengsl kórónuveirunnar og 5G-símamastra. Í morgunþættinum This Morning á ITV í gærmorgun sagðist Eamonn Holmes ósáttur með hvernig fjölmiðlar hafi tekið fálega í að kanna málið. Þeir hafi „slegið þetta strax út af borðinu“ og stimplað sem falsfrétt, þó svo að fjölmiðlafólk sé ekki visst í sinni sök. Það viti ekki hvort eitthvað orsakasamband sé á milli fjarskiptabúnaðarins og faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 11 þúsund Breta til dauða. Fyrrnefnt Ofcom segist hafa fengið á fimmta hundrað ábendinga og kvartana frá áhorfendum eftir ummæli Holmes. Málið sé þar til rannsóknar og í forgangi. Þarlendir ráðherrar og framlínufólk í heilbrigðiskerfinu hafa reynt að kveða niður sambærilegar vangaveltur á undanförnum dögum. Þau lýstu þeim til að mynda sem „hættulegum fölskum fréttum“ eftir að veist var að starfsfólki fjarskiptafyrirtækja og brennuvargar báru eld að 5G-möstrum í upphafi mánaðarins. Það eru þó ekki aðeins brennuvargar sem óttast þessi meintu tengsl en söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent, eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig um 5G og kórónuveiruna. Ummæli þáttastjórnandans Eamonn Holmes má sjá hér að ofan, í myndbandi sem Independent tók saman. Bretland Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Gagnaverið: Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi? 5G hefur verið umdeilt efni í innlendum fréttamiðlum sem og á heimsvísu síðastliðin ár. Nánar er fjallað um þetta í öðrum þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. 19. mars 2020 13:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Breska fjarskipta- og fjölmiðlastofnunin, Ofcom, leggur nú mat á hvort að þáttastjórnandi þar í landi hafi farið á svig við siðareglur með vangaveltum sínum um möguleg tengsl kórónuveirunnar og 5G-símamastra. Í morgunþættinum This Morning á ITV í gærmorgun sagðist Eamonn Holmes ósáttur með hvernig fjölmiðlar hafi tekið fálega í að kanna málið. Þeir hafi „slegið þetta strax út af borðinu“ og stimplað sem falsfrétt, þó svo að fjölmiðlafólk sé ekki visst í sinni sök. Það viti ekki hvort eitthvað orsakasamband sé á milli fjarskiptabúnaðarins og faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 11 þúsund Breta til dauða. Fyrrnefnt Ofcom segist hafa fengið á fimmta hundrað ábendinga og kvartana frá áhorfendum eftir ummæli Holmes. Málið sé þar til rannsóknar og í forgangi. Þarlendir ráðherrar og framlínufólk í heilbrigðiskerfinu hafa reynt að kveða niður sambærilegar vangaveltur á undanförnum dögum. Þau lýstu þeim til að mynda sem „hættulegum fölskum fréttum“ eftir að veist var að starfsfólki fjarskiptafyrirtækja og brennuvargar báru eld að 5G-möstrum í upphafi mánaðarins. Það eru þó ekki aðeins brennuvargar sem óttast þessi meintu tengsl en söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent, eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig um 5G og kórónuveiruna. Ummæli þáttastjórnandans Eamonn Holmes má sjá hér að ofan, í myndbandi sem Independent tók saman.
Bretland Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10 Gagnaverið: Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi? 5G hefur verið umdeilt efni í innlendum fréttamiðlum sem og á heimsvísu síðastliðin ár. Nánar er fjallað um þetta í öðrum þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. 19. mars 2020 13:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 5. apríl 2020 09:10
Gagnaverið: Eru rafsegulbylgjur sem fylgja 5G möstrum heilsuspillandi? 5G hefur verið umdeilt efni í innlendum fréttamiðlum sem og á heimsvísu síðastliðin ár. Nánar er fjallað um þetta í öðrum þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið en umsjónarmenn eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. 19. mars 2020 13:57