Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 08:57 Björgólfur Thor Björgólfsson ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, kvikmyndaframleiðanda. Vísir/getty Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar sem birtist á vef eftirlitsins í gær. Samkeppniseftirlitinu var þann 16. desember í fyrra tilkynnt um kaup Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, á öllum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. Samruninn var samþykktur í mars og þá var þegar komið fram að Frjáls fjölmiðlun hefði átt í verulegum rekstrarerfiðleikum. Fengu loks upplýsingar um bakhjarlinn Samkeppniseftirlitið óskaði eftir því í desember að fá upplýsingar um stærstu lánveitendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Skráður eigandi félagsins er félagið Dalsdalur í eigu Sigurður G. Guðjónssonar lögmanns. Hann hefur hingað til ekki viljað upplýsa um hundruð milljóna lánveitingar til félagsins. Eftir athugasemdir af hálfu eftirlitsins bárust loks umbeðnar upplýsingar frá Frjálsri fjölmiðlun í janúar síðastliðnum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hafi verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017. „Ein ríkisrekin fréttastofa“ Þrjú fyrirtæki tjáðu sig um samrunann og töldu hann ekki koma til með að hafa teljandi áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem um væri að ræða, að því er fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Einn af þeim óskaði þó eftir því að Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði fyrir samrunanum að upplýst yrði um raunverulega eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Leyndin yfir því hver raunverulegur eigandi þess sé valdi öðrum fjölmiðlafyrirtækjum miklum skaða og skekki markaðsstöðu óhjákvæmilega. Eigendur Torg og Frjálsrar fjölmiðlunar gerðu jafnframt grein fyrir sjónarmiðum sínum er vörðuðu samrunann. Nauðsynlegt væri að tryggja rekstrargrundvöll innlendra fjölmiðla svo hægt verði að mæta sívaxandi samkeppni af hálfu erlendra aðila. Staða innlendra fjölmiðla væri almennt veik og ástandið í raun „algjörlega glórulaust.“ „Á sama tíma sé hlaðið undir rekstur RÚV, með mörg þúsund milljóna króna skattfjárforskoti þess á markaði, á sama tíma sem RÚV sé stjórnlaust á auglýsingamarkaði. […] Einn daginn gæti staðan verið sú, ef fram fer sem horfir að í landinu verði ein ríkisrekin fréttastofa.“ Torg er í 100% eigu HFB-77 ehf. Í því félagi á Varðberg ehf. í eigu Helga Magnússonar 82% hlutafjár en aðrir hluthafar eru Saffron í eigu Sigurðar Arngrímssonar, sem á 10% hlut, Jón Guðmann Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem á 5% hlut og Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torg, sem á 3% hlutafjár. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31 Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar sem birtist á vef eftirlitsins í gær. Samkeppniseftirlitinu var þann 16. desember í fyrra tilkynnt um kaup Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, á öllum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. Samruninn var samþykktur í mars og þá var þegar komið fram að Frjáls fjölmiðlun hefði átt í verulegum rekstrarerfiðleikum. Fengu loks upplýsingar um bakhjarlinn Samkeppniseftirlitið óskaði eftir því í desember að fá upplýsingar um stærstu lánveitendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Skráður eigandi félagsins er félagið Dalsdalur í eigu Sigurður G. Guðjónssonar lögmanns. Hann hefur hingað til ekki viljað upplýsa um hundruð milljóna lánveitingar til félagsins. Eftir athugasemdir af hálfu eftirlitsins bárust loks umbeðnar upplýsingar frá Frjálsri fjölmiðlun í janúar síðastliðnum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hafi verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017. „Ein ríkisrekin fréttastofa“ Þrjú fyrirtæki tjáðu sig um samrunann og töldu hann ekki koma til með að hafa teljandi áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem um væri að ræða, að því er fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Einn af þeim óskaði þó eftir því að Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði fyrir samrunanum að upplýst yrði um raunverulega eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Leyndin yfir því hver raunverulegur eigandi þess sé valdi öðrum fjölmiðlafyrirtækjum miklum skaða og skekki markaðsstöðu óhjákvæmilega. Eigendur Torg og Frjálsrar fjölmiðlunar gerðu jafnframt grein fyrir sjónarmiðum sínum er vörðuðu samrunann. Nauðsynlegt væri að tryggja rekstrargrundvöll innlendra fjölmiðla svo hægt verði að mæta sívaxandi samkeppni af hálfu erlendra aðila. Staða innlendra fjölmiðla væri almennt veik og ástandið í raun „algjörlega glórulaust.“ „Á sama tíma sé hlaðið undir rekstur RÚV, með mörg þúsund milljóna króna skattfjárforskoti þess á markaði, á sama tíma sem RÚV sé stjórnlaust á auglýsingamarkaði. […] Einn daginn gæti staðan verið sú, ef fram fer sem horfir að í landinu verði ein ríkisrekin fréttastofa.“ Torg er í 100% eigu HFB-77 ehf. Í því félagi á Varðberg ehf. í eigu Helga Magnússonar 82% hlutafjár en aðrir hluthafar eru Saffron í eigu Sigurðar Arngrímssonar, sem á 10% hlut, Jón Guðmann Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem á 5% hlut og Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torg, sem á 3% hlutafjár.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31 Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35
Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19
Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31
Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34