Veitir súrefni inn í anga atvinnulífsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:12 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Baldur Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Það er von Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að stíga megi skrefin sem stjórnvöld kynntu í hádeginu af yfirvegun. Hann telur þau jafnframt jákvæð, rétt og tímabær auk þess sem þau muni veita súrefni inn í anga atvinnulífsins. Helstu tilslakanir á takmörkunum vegna kórónuveirunnar, sem opinberaðar voru í dag, má nálgast hér. Þær fela meðal annars í sér að margvísleg þjónustu verður aftur heimiluð, eftir að hafa verið lokuð frá því að samkomubannið var hert fyrir um þremur vikum. Má þar nefna ýmis konar þjónustu þar sem mikil snerting er á milli einstaklinga; eins og hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, tannlækningar og svo framvegis. Áfram verður þó að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina eins og kostur er. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Halldór Benjamín segir að fundurinn í hádeginu og aðgerðirnar sem þar voru kynntar séu til marks um að sóttvarnaaðgerðir síðustu vikna hafi borið árangur. Tilslakanirnar séu „jákvætt og rétt skref á þessum tímapunkti.“ Það sé þó mest um vert að „við stígum þessi skref af yfirvegun en ég tel að þessi skref séu tímabær og líst ágætlega á þessar tillögur við fyrstu sýn,“ að sögn Halldórs Benjamíns. „Það sem skiptir verulegu máli fyrir atvinnulífið að þessi persónulega þjónusta, sem hefur þurft að loka vegna tilmæla stjórnvalda, opnar á nýjan leik með réttri aðferðafræði og veitir súrefni inn í þann anga efnahagslífsins sem skiptir verulegu máli.“ Viðtalið við Halldór Benjamín má nálgast í heild hér að neðan en þar ræðir hann meðal annars um sýn Samtaka atvinnulífsins á frekari efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02 Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns, opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, framhalds- og háskólar verða opnaðir með takmörkunum og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu. 14. apríl 2020 12:02
Stjórnvöld kynntu tilslakanir sem taka gildi 4. maí Næstu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna kórónuveirunnar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan tólf í Safnahúsinu í dag. 14. apríl 2020 08:49