Mikil andstaða í samfélaginu við opnun spilakassa eftir samkomubann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 11:20 Niðurstöður nýrrar könnunar verða kynntar. Vísir/Baldur Hrafnkell Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl Fjárhættuspil Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Eindreginn stuðningur er í samfélaginu við að spilakassar verði lokaðir til frambúðar að sögn Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Samtökin vísar til viðhorfskönnunar um spilakassa og spilasali á Íslandi sem Gallup vann fyrir samtökin. Mikill meirihluti sé andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum og helmingur telji að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum. Afar fáir segjast nota spilakassa að staðaldri. Samtökin boðuðu til blaðamannafundur í morgun þar sem greint var frá niðurstöðunum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að þegar samkomubann vegna Covid-19 gekk í gildi í mars hafi spilakössum Íslandsspila verið lokað ásamt spilakössum Happdrættis Háskóla Íslands. Spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir aftur í söluturnum í byrjun mánaðarins þegar slakað var á samkomubanninu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar á Íslandi eftir að samkomubanni vegna Covid-19 lýkur. Spilafíknin hverfi ekki „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí. Allur þorri almennings er greinilega sama sinnis. Þótt Covid-19 gangi yfir hverfur spilafíknin ekki en okkur hefur nú gefist tími til að sjá jákvæðar afleiðingar lokunar spilakassa á Íslandi,“ segir Alma Hafsteins, formaður SÁS. Sjö af hverjum tíu sem afstöðu tóku í könnuninni eru annaðhvort frekar neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Háskóli Íslands hefur tekjur af rekstri spilakassa sem er í uppsjón Happdrættis Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Íslandsspil eru í eigu þriggja félagasamtaka sem vinna að almannaheill: Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, og Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Þá telur rétt tæpur helmingur að spilafíkn sé helsta ástæða þess að fólk spilar í spilakössum og nánast sama hlutfall álítur að vinningsvon sé helsta ástæðan. Aðeins eitt prósent telur aftur á móti að fólk spili í kössunum til að styrkja gott málefni. Afmarkaður hópur fólks í spilakössum „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en það er gott að nú liggi það fyrir svart á hvítu að almenningi finnist skjóta skökku við að Rauði kross Íslands, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands verði að reiða sig á fjárframlög frá mjög litlum hópi fólks sem glímir við spilafíkn. Þetta er þeim mun sorglegra í ljósi þess að þessi öflugu samtök og stofnun hafa unnið landi og þjóð svo mikið gagn í áranna rás,“ segir Alma Hafsteins. Alma Hafsteinsdóttir hefur gagnrýnt Landsbjörg í pistlum sínum.Vísir „Sú staðreynd hve fáir spila að staðaldri í spilakössum sýnir að mjög afmarkaður hópur fólks er á bak við þær milljarðatekjur sem spilakassarnir færa eigendum sínum á hverju ári. Því er ekki um að ræða litlar fjárhæðir frá mögum heldur allt frá fáum,” bætir Alma við. Af þeim sem tóku afstöðu í Gallup-könnuninni kvaðst aðeins tæpt eitt prósent hafa spilað í spilakössum á Íslandi oftar en tvisvar á síðastliðnum tólf mánuðum. Nánar má kynna sér könnunina í viðhengi hér að neðan. Hún var framkvæmd 30. apríl til 11. maí á netinu og var úrtakið 1529 manns, átján ára og eldri. 840 svöruðu könnuninni og þátttökuhlutfall var því 54,9 prósent. Konnun_Gallup_fyrir_SASPDF256KBSækja skjal Tengd skjöl
Fjárhættuspil Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira