Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2020 18:01 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41