Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2020 18:01 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, fyrir hönd ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Þar kemur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, unnið hörðum höndum að því að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Yrði það samþykkt af ráðherra myndi það varpa miklum óvissuskugga á Þjóðhátíðarhöld í ár, þar sem áætlað er að hátt í tuttugu þúsund manns sæki hátíðina á ári hverju. „Í dag er enn óljóst hversu lengi samkomubann og fjöldatakmarkanir munu gilda en í ljósi þeirra upplýsinga sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt mun þessi vinna við undirbúning hátíðarinnar 2020 halda áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Eins og staðan er í dag vonumst við þó til að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst,“ segir í tilkynningu ÍBV og Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri ÍBV.Aðsend Þó er áréttað að öryggi gesta hátíðarinnar, listamanna, starfsmanna og sjálfboðaliða sé í algjörum forgangi við undirbúning hátíðarinnar. Því verði unnið náið með Almannavörnum og farið að þeirra tilmælum í einu og öllu. Gestum verði haldið upplýstum eftir því sem upplýsingar, sem kunni að hafa áhrif á hátíðina, berast. Þá eru allir hvattir til að hlýða skilaboðum stjórnvalda, þvo sér um hendur, halda sig heima, virða fjarlægðar- og samkomutakmarkanir og hugsa vel um sjálfa sig og náungann. „Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð!“ segir í lok tilkynningarinnar sem Hörður Orri skrifar undir.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39
Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41