Skimun á Íslandi styður að einkennalausir geti verið smitberar Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 21:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti, var á meðal þeirra sem tók þátt í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda á útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru á Íslandi styður kenningar um að einkennalausir einstaklingar geti verið smitberar. Grein um rannsóknina birtist í bandaríska læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Skimunin fyrir SARS-Cov-2-veirunni sem veldur COVID-19 bendir til þess að um 0,8% Íslendinga séu smitaðir. Rannsóknin byggði á sýnum sem voru tekin úr 10.797 einstaklingum á Íslandi sem skráðu sig sjálfviljugir í sýnatöku en af þeim reyndust 87 smitaðir. Svipað hlutfall smitaðra reyndist í hópi 2.283 einstaklinga sem voru valdir af handahófi og var boðið í sýnatöku. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu vegna birtingar greinarinnar um rannsóknina kemur fram að markmið hennar hafi verið að rannsaka hvernig veiran breiðist út í samfélagi þar sem brugðist var snemma við faraldrinum með víðtækri skimun og sóttkví og einangrun smitaðra. Greinarhöfundar frá Íslenskri erfðagreiningu, embætti landlæknis og Landspítalanum telja að þó að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hafi borið árangur til þessa sé þörf á frekari gögnum til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig eigi að koma böndum á veiruna í framhaldinu. Í rannsókninni var ættatré mismunandi stökkbreytinga í erfðamengi veirunnar teiknað upp. Fyrstu smitin á Íslandi voru þannig rakin til Ítalíu og Austurríkis og bárust hingað með fólki sem sneri heim úr skíðafríi. Eftir því sem á leið fundust fleiri sýni sem mátti rekja til annarra landa, þar á meðal landa sem voru ekki talin áhættusvæði. Rannsakendurnir fundu 130 stökkbreytingar sem hafa ekki fundist annars staðar en á Íslandi. Þá reyndust börn yngri en tíu ára og konur ólíklegri en ungmenni, fullorðnir eða karlmenn til að greinast smitaðar af veirunni. Ekki er vitað hvort það sé vegna þess að börn og konur hafi komist minna í snertingu við veiruna en aðrir eða hvort að þau hafi náttúrulegt þol fyrir henni. Aðrar rannsóknir hafa bent til þess að konur og börn fái síður alvarleg einkenni en fullorðnir og karlmenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Íslendingar staðið sig betur en nokkur annar Íslensk erfðagreining hyggst hefja skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins á allra næstu dögum. Einnig stendur til að hefja skimun með slembiúrtaki til viðbótar við það fyrirkomulag sem hefur verið við lýði. 31. mars 2020 15:23
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53