Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 15:58 Ítrekað kom til átaka á mili mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í fyrra. EPA/JEON HEON-KYUN Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang. Kína Hong Kong Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. Hins vegar sé tilefni til að skoða viðmið varðandi notkun skotvopna og táragass. Höfundar skýrslu um aðgerðir lögreglunnar gagnrýna þó mótmælendur fyrir að kvarta yfir ofbeldi lögregluþjóna og hunsa eigin glæpi. Stjórnmálaleiðtogar Hong Kong eins og Carrie Lam, hafa fagnað niðurstöðum eftirlitsaðilanna í nefnd sem kallast independent Police Complaints Council eða IPCC, en stjórnarandstaðan og mannréttindasamtök segja hana vera hvítþvott, samkvæmt frétt BBC. Mótmælin hófust síðasta sumar þegar til stóð að setja lög sem leyfðu yfirvöldum að framselja íbúa Hong Kong til meginlands Kína. Þegar hætt var við það fóru mótmælin að snúa að allsherjar umbótum í Hong Kong. Alvarleiki mótmælanna jókst sífellt og kom ítrekað til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna. Carrie Lam segist fullviss um að þessi skýrsla muni ekki lægja öldurnar í Hong Kong. Yfirvöld eyjunnar muni þó gera sitt besta til að fylgja eftir þeim ráðlagningum sem er lagðar þar fram. Hún neitaði þó, eins og hún hefur gert áður, að stofna sérstaka rannsóknarnefnd og sagði að mótmælunum hafi verið ætlað að þvinga yfirvöld með ofbeldi, samkvæmt frétt South China Morning Post. Skýrslan virðist endurspegla það viðhorf að einhverju leyti. Auk mótmælenda kvörtuðu blaðamenn ítrekað yfir því að lögregluþjónar hafi brotið á þeim og beitt þá ofbeldi. Skýrslan fjallar einnig um hvernig viðhorf almennings gagnvart lögreglunni hefur breyst. Þar segir að þá viðhorfsbreytingu megi rekja til umfangsmikillar hatursumræðu gagnvart lögreglunni og kallað er eftir leiðum til að sporna gegn því og byggja upp traust á nýjan leik. Stór hluti skýrslunnar fjallar um atvik á lestarstöð í borginni þann 21. júlí. Þá réðust hvítklæddir menn vopnaðir prikum á mótmælendur og vegfarendur svo minnst 47 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan var sökuð um að hafa átt í samráði við hópinn, sökum þess hve lengi þeir voru á vettvang.
Kína Hong Kong Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira