Börn berskjölduð gagnvart skuggahliðum netsins í heimsfaraldri COVID-19 Heimsljós 15. apríl 2020 09:29 Unicef Milljónir barna um allan heim eru í aukinni hættu á að verða fyrir netofbeldi nú þegar daglegt líf þeirra hefur í auknum mæli færst yfir í netheima vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Við þessu vara UNICEF og samstarfsstofnanir í tilkynningu í dag. „Skjátími hefur aldrei í sögunni verið meiri en nú,“ segir Howard Taylor, forsvarsmaður alþjóðasamtaka um að binda enda á ofbeldi, Global Partnership to End Violence. „Skólalokanir og samkomubönn gera það að verkum að fjölskyldur treysta nú á tæknina og stafrænar lausnir til að halda börnum við efnið í námi, afþreyingu og til að halda sambandi við umheiminn. En börn skortir oft nauðsynlega kunnáttu, þekkingu og þroska til að varast hinar ýmsu hættur sem að þeim steðja í netheimum.“ Mikil tölvu- og netnotkun barna gerir þau eðlilega berskjölduð gagnvart þessum hættum. Ofbeldi, kynferðisleg misnotkun og einelti eru aðeins nokkrar af þessum hættum sem af netníðingum stafa. Þá óttast hópurinn að skortur á samskiptum milli fólks, augliti til auglits kunni að leiða til þess að pör og vinir taki aukna áhættu eins og með að senda myndefni sín á milli eða og að aukinn tími barna eftirlitslaus á netinu geri þau berskjölduð fyrir skaðlegu efni og neteinelti. UNICEF hefur í samstarfi við margar alþjóðastofnanir gefið út leiðbeiningar og tilmæli þar sem stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki, skólastarfsmenn og foreldrar eru hvött til að vera á varðbergi, gera nauðsynlegar ráðstafanir og tryggja öryggi barna meðan á aðgerðum vegna COVID-19 stendur. „Í skugga COVID-19 hefur líf milljóna barna skroppið saman og einskorðast nú við heimili þeirra og skjái. Við verðum að vísa þeim veginn í þessum nýja veruleika,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í tilkynningu. „Við hvetjum stjórnvöld og fyrirtæki til að taka höndum saman og tryggja öryggi barna og unglinga á netinu með auknum öryggisráðstöfunum og nýjum verkfærum sem hjálpa foreldrum og kennurum að mennta börnin í að nota netið á öruggan hátt.“ Bráðabirgðaaðgerðir sem lagðar eru til af hópnum má lesa í heild sinni hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent
Milljónir barna um allan heim eru í aukinni hættu á að verða fyrir netofbeldi nú þegar daglegt líf þeirra hefur í auknum mæli færst yfir í netheima vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Við þessu vara UNICEF og samstarfsstofnanir í tilkynningu í dag. „Skjátími hefur aldrei í sögunni verið meiri en nú,“ segir Howard Taylor, forsvarsmaður alþjóðasamtaka um að binda enda á ofbeldi, Global Partnership to End Violence. „Skólalokanir og samkomubönn gera það að verkum að fjölskyldur treysta nú á tæknina og stafrænar lausnir til að halda börnum við efnið í námi, afþreyingu og til að halda sambandi við umheiminn. En börn skortir oft nauðsynlega kunnáttu, þekkingu og þroska til að varast hinar ýmsu hættur sem að þeim steðja í netheimum.“ Mikil tölvu- og netnotkun barna gerir þau eðlilega berskjölduð gagnvart þessum hættum. Ofbeldi, kynferðisleg misnotkun og einelti eru aðeins nokkrar af þessum hættum sem af netníðingum stafa. Þá óttast hópurinn að skortur á samskiptum milli fólks, augliti til auglits kunni að leiða til þess að pör og vinir taki aukna áhættu eins og með að senda myndefni sín á milli eða og að aukinn tími barna eftirlitslaus á netinu geri þau berskjölduð fyrir skaðlegu efni og neteinelti. UNICEF hefur í samstarfi við margar alþjóðastofnanir gefið út leiðbeiningar og tilmæli þar sem stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki, skólastarfsmenn og foreldrar eru hvött til að vera á varðbergi, gera nauðsynlegar ráðstafanir og tryggja öryggi barna meðan á aðgerðum vegna COVID-19 stendur. „Í skugga COVID-19 hefur líf milljóna barna skroppið saman og einskorðast nú við heimili þeirra og skjái. Við verðum að vísa þeim veginn í þessum nýja veruleika,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í tilkynningu. „Við hvetjum stjórnvöld og fyrirtæki til að taka höndum saman og tryggja öryggi barna og unglinga á netinu með auknum öryggisráðstöfunum og nýjum verkfærum sem hjálpa foreldrum og kennurum að mennta börnin í að nota netið á öruggan hátt.“ Bráðabirgðaaðgerðir sem lagðar eru til af hópnum má lesa í heild sinni hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent