„Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2020 11:30 Hörður í leik með Bristol en hann spilaði meðal ananrs með liðinu gegn Manchester United. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Hörður gekk í raðir rússneska stórliðsins sumarið 2018 og hefur leikið þar við góðan orðstír en hann hefur meðal annars leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann kom þaðan eftir að hafa leikið með Bristol á árunum 2016 til 2018. Hörður og samherji hans í íslenska landsliðinu og í CSKA Moskvu, Arnór Sigurðarson, voru gestir í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi. Þar var Hörður spurður um félagaskiptin til Moskvu. „Þetta kom mjög hratt upp hjá CSKA. Þeir voru búnir að ákveða að hætta allir þessir miðverðir og þá kom upp að þeir höfðu áhuga. Ég sagði bara að við myndum kýla á þetta strax þar sem ég var ekki alveg í myndinni hjá þjálfaranum hjá Bristol,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segir að þjálfari Bristol á þeim tíma, Lee Johnson, hafi verið duglegur að kenna íslenska landsliðsmanninum um alls konar hluti, meira segja mörk sem hann átti engan þátt í. „Hann var búinn að taka mig rosalega mikið fyrir og setja mig upp við vegg og kenna mér um mörg mörk sem komu ekki einu sinni nálægt mér. Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig. Ég var með breitt bak og hélt áfram en þetta gaf mér meira tækifæri til að koma mér í burtu sem fyrst. Ég vildi ekki missa þetta tækifæri.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hörður um Bristol tímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Enski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon segir að aðal ástæðan fyrir því að hann hafi ákveðið að yfirgefa enska B-deildarliðið Bristol City sé það að hann hafi ekki verið í náðinni hjá þjálfara liðsins og því hafi hann ekki verið lengi að stökkva á tilboð CSKA Moskvu þegar það kom. Hörður gekk í raðir rússneska stórliðsins sumarið 2018 og hefur leikið þar við góðan orðstír en hann hefur meðal annars leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hann kom þaðan eftir að hafa leikið með Bristol á árunum 2016 til 2018. Hörður og samherji hans í íslenska landsliðinu og í CSKA Moskvu, Arnór Sigurðarson, voru gestir í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi. Þar var Hörður spurður um félagaskiptin til Moskvu. „Þetta kom mjög hratt upp hjá CSKA. Þeir voru búnir að ákveða að hætta allir þessir miðverðir og þá kom upp að þeir höfðu áhuga. Ég sagði bara að við myndum kýla á þetta strax þar sem ég var ekki alveg í myndinni hjá þjálfaranum hjá Bristol,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segir að þjálfari Bristol á þeim tíma, Lee Johnson, hafi verið duglegur að kenna íslenska landsliðsmanninum um alls konar hluti, meira segja mörk sem hann átti engan þátt í. „Hann var búinn að taka mig rosalega mikið fyrir og setja mig upp við vegg og kenna mér um mörg mörk sem komu ekki einu sinni nálægt mér. Hann þurfti að stilla einhverjum upp við vegg og hann tók mig. Ég var með breitt bak og hélt áfram en þetta gaf mér meira tækifæri til að koma mér í burtu sem fyrst. Ég vildi ekki missa þetta tækifæri.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hörður um Bristol tímann Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Enski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó