Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:26 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir lögin alveg skýr. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira