Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 17:42 Framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar er á meðal forsvarsmanna einkarekinna fjölmiðla sem skora á ráðherra að koma þeim til aðstoðar vegna þrenginga í heimfaraldri kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu. Þörf sé á frekari aðgerðum en í þeim sem standa til í frumvarpi að breytingum á lögum um fjölmiðla. Í bréfi sem forsvarsmenn Stöðvar 2 og Vodafone, Kjarnans, Árvakurs, Torgs, Stundarinn og Birtíngs útgáfufélags rita Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, skora þeir á ráðherranna að grípa til aðgerða þegar í stað. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla segja þeir hafa verið óhagstætt og óheilbrigt undanfarin ár. Við því hafi átt að bregðast í frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um fjölmiðla sem var kynnt í lok árs í fyrra. Í því var lagt til að einkareknir fjölmiðlar fengju tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar við að afla og miðla fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Stuðningskerfið átti að gilda fyrir rekstrarárið 2019 og voru fjárhæðir eyrnamerktir einkareknum fjölmiðlum í fjárlögum. Fjölmiðlar hafi gert ráð fyrir fjármununum í áætlunum sínum. Óvissa ríki nú um frumvarpið eftir að starfsáætlun þingsins var lögð til hliðar vegna kórónuveirufaraldursins. Sú óvissa bætist ofan á fyrirsjáanlegt tekjufall vegna samdráttar í nær öllum atvinnugreinum vegna heimsfaraldursins. Forsvarsmenn miðlanna segja að staða þeirra hafi því aðeins versnað frekar á sama tíma og mikilvægi fjölmiðla hafi sjaldan verið meira en í því ástandi sem nú ríkir. „Sterkir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir samfélaginu núna, bæði vegna viðurkennds almannavarnahlutverks og vegna aðhalds- og umræðuhlutverks þeirra á tímum hraðra lagabreytinga og fordæmalauss inngrips yfirvalda hér og annars staðar,“ segir í bréfi einkareknu fjölmiðlanna til ráðherranna. Víðtækir erfiðleikar í hagkerfinu kalli ekki aðeins á aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum sem byggjast á frumvarpi menntamálaráðherra sem er enn ósamþykkt heldur leggja forsvarsmennirnir áherslu á að ríkisstjórnin þurfi að beita sér fyrir frekari aðgerðum til að styðja einkarekna fjölmiðla til að mæta vanda sem að steðjar vegna faraldursins. Slíkar aðgerðir gætu verið tímabundnar. Eyrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Kjarnans miðla, Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, skrifa undir bréfið. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig vörumerkin Stöð 2 og Vodafone.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10 Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. 3. apríl 2020 12:10
Ræddu fjölmiðlafrumvarp fram á nótt Umræður um fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra stóðu yfir á Alþingi til rúmlega tvö í nótt. Haldnir verða tveir þingfundir í dag til að unnt verði að ljúka umsamdri dagskrá þingsins fyrir jólafrí í dag. 17. desember 2019 12:12