Að ferðast í huganum Elinóra Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2020 09:00 Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fundinum er lokið og Víðir, okkar allra besti Víðir, endurtekur „við mælum með að ferðast innanhúss um páskana.“ Hún er áhugaverð þessi nýja veröld takmarkaðra rýmisferðalaga. Veröld glæpsamlegra sumarbústaðaferða og skírnarveislna. Veröld heimaæfinga og streymdra spilakvölda. Þegar ég lærði ferðamálafræði við Háskóla Íslands rannsökuðum við hvernig fólk ferðast í rýmum; flugvöllum, útsýnispöllum, borgum, söfnum, áfangastöðum í heild sinni. Hvernig við ferðumst leiðir sem hafa verið farnar milljón sinnum áður. Stundum af því rými eru skipulögð þannig að það er í raun ekkert annað í boði, stundum sjálfviljug. Tökum myndir sem við höfum séð áður, teknar af einhverjum öðrum sem kom á undan okkur. Við endurframleiðum upplifanir sem við höfum séð aðra upplifa. Stundum viljum við bara fara fyrir framan nákvæmlega þetta hús og taka nákvæmlega þessa mynd af því myndin var partur af því að þig langaði af stað í ferðalagið til að byrja með. Eða af því hún skítlúkkaði á gramminu. Þessi löngun til að ferðast hefur verið partur af tilveru okkar frá því við skriðum út úr hellinum. Löngun til að kynnast einhverju framandi. Lifa öðru lífi en okkar eigin fyrir stundarsakir. Grasið hefur, að ég held, alltaf virst grænna annarstaðar en heima hjá þér. Og nú, þegar þessari frumstæðu þörf verður ekki svalað, hvað er þá til ráða? Sögulega, eða allt þar til á 20. öldinni, voru ferðalög einungis á færi örlítils hluta samfélagsins. Lægri stéttir þurfti lengi að láta sér nægja að heyra sögur um ferðalög lánsamari samfélagsþegna. Á 18. öld gátu þeir sem höfðu frítíma og efni á að kaupa bækur, lesið ferðabækur eins og Tour eftir Defoe og Pamela eftir Richardson, sem voru meðal fyrstu söluhæstu ferðabókanna um ferðalög sem ekki voru ekki til komin af brýnni nauðsyn eða viðskipta. Í hinni síðarnefndu gerir söguhetjan þá uppgötvun „að lifa þarf ekki að fela í sér efnislega veru, heldur er ímyndunaraflinu fært um að ferðast.. í dagdraumunum,“ sem var nýstárleg hugmynd á þeim tíma og er líka, að mínu mati, býsna fjarri okkur í dag, þó hugmyndin sé kanski ekki nýstárleg. Með nýrri tækni á 20. öldinni urðu ljósmyndir partur af ferðaupplifunum. Þá gat glaðbeittur og sólbakaður frændi komið í kaffi með myndaalbúmið sem varð svo efniviður í dagdrauma þeirra sem fengu að njóta. Nú er til ofgnótt efnis sem gerir okkur kleift að ferðast í huganum um alla króka og kima heimsins. David Attenborough skapaði möguleikann á að sjá jörðina á hátt sem við gætum aldrei með eigin augum. Með góðri bók getum við keyrt gegnum Suður-Evrópu og ímyndað okkur lyktina sem ber fyrir vit okkar án þess að þurfa að þjást í framandi ostafnyknum sem er þar raunverulega. Við getum séð áfangastaði ljóslifandi á ljósmyndum, sem eru raunar oft mikilfenglegri en raunveruleikinn sjálfur. Allt frá mikilvægum stjórnarfundum til annarra minniháttar stöðufunda hafa farið fram í tölvunni síðasta mánuðinn og sýnt okkur að meirihluti vinnutengdra ferðalaga eru óþarfi. Þrátt fyrir ofantalið eru rýmisleg ferðalög vesturlandabúa á 21.öldinni jafn sjálfsögð og hversdagsleg og gulu viðvaranirnar hérlendis. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Bókstaflega felur hversdagsleikinn okkar í sér að hoppa heimsálfanna á milli, jafnvel nokkrum sinnum á ári. Margir eru eru sannfærðir um að sýndarveruleikaferðamennska (e. virtual tourism) muni taka við af þeirri ferðamennsku sem við þekkjum nú, allavega í einhverjum mæli. Það væri heppilegt, svona hamfarahlýnunarlega séð. Öðrum kann að þykja það fráleitt, rétt eins og internetið var óhugsandi einhverntímann. Í öllu falli verður það forvitnilegt að sjá hvort okkur sem samfélag mun lukkast að halda í einfaldleikann sem skapast hefur síðustu misseri. Munum við sem finnst við hafa tilkall til alls þess besta sem til er á þessari jörð, sætta okkur við að geta ekki fengið allt og farið allt? Mun kórónaveirufaraldurinn skapa raunverulegar, varanlegar breytingar á neyslumynstri okkar eða munum við hugsa eftir ár sötrandi freyðivín á Balí „Vá, að við skulum hafa haldið að nokkuð gæti hróflað við kapítalismanum.“ Höfundur er ferðamálafræðingur.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar