Vara við því að unglingar safnist saman á kvöldin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 09:54 Börn og unglingar hafa safnast saman á kvöldin undanfarið á leikvöllum, svo sem á sparkvöllum og skólalóðum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. Ástæðan sé líklega gott veður undanfarið og jákvæðar fréttir af þróun mála er varðar baráttuna gegn kórónuveirunni og útbreiðslu hennar hér á landi sem fer minnkandi. „Það er aftur á móti mjög mikilvægt að við höldum fókus og sofnum alls ekki á verðinum,“ segir Þóra Kristín í bréfinu. „Viljum við hvetja ykkur öll til vitundar um að við verðum öll halda áfram að fara eftir fyrirmælum og sporna gegn allri hópamyndum.“ Frístundaheimilin hafa í mörgum tilfellum áframsent tilmæli almannavarna til unglinganna og foreldra þeirra. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósaði krökkum sérstaklega á upplýsingafundinum í gær. Minnti hann þó á að enn væru tæpar þrjár vikur í að breytingar yrðu gerðar á samkomubanni. Hrósaði hann sérstaklega þeim krökkum sem virða það og sýna þolinmæði í að hitta krakka sem eru ekki með þeim í bekk í skólanum. „Krakkar þið eruð að standa ykkur vel, þið eruð frábær,“ voru lokaorð Víðis á fundinum í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frístundaheimilum bréf og lýst yfir áhyggjum sínum af hópamyndun unglinga á leiksvæðum á kvöldin. Segir í bréfi frá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, deildarstjóra almannavarna á höfuðborgarsvæðinu, að ábendingar hafi borist þess efnis til almannavarna. Ástæðan sé líklega gott veður undanfarið og jákvæðar fréttir af þróun mála er varðar baráttuna gegn kórónuveirunni og útbreiðslu hennar hér á landi sem fer minnkandi. „Það er aftur á móti mjög mikilvægt að við höldum fókus og sofnum alls ekki á verðinum,“ segir Þóra Kristín í bréfinu. „Viljum við hvetja ykkur öll til vitundar um að við verðum öll halda áfram að fara eftir fyrirmælum og sporna gegn allri hópamyndum.“ Frístundaheimilin hafa í mörgum tilfellum áframsent tilmæli almannavarna til unglinganna og foreldra þeirra. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósaði krökkum sérstaklega á upplýsingafundinum í gær. Minnti hann þó á að enn væru tæpar þrjár vikur í að breytingar yrðu gerðar á samkomubanni. Hrósaði hann sérstaklega þeim krökkum sem virða það og sýna þolinmæði í að hitta krakka sem eru ekki með þeim í bekk í skólanum. „Krakkar þið eruð að standa ykkur vel, þið eruð frábær,“ voru lokaorð Víðis á fundinum í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira