Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. apríl 2020 20:00 Vignir Bollason sérhæfir sig í því að aðstoða ófrískar konur. Aðsend mynd Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og notar tækni sem kallast Webster meðhöndlun. Hann ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar og sagði þar að það sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að konum líði sem best á meðgöngunni. Vignir segir að konur eigi ekki alls ekki að vera smeikar við að hitta kírópraktor á meðgöngunni. „Það er ekkert til þess að vera hræddur við þegar það er gert rétt og þegar það er gert af fagmanni þá er það í lagi.“ Nefnir hann að brakið sem heyrist sé einfaldlega hljóð sem verður til í hreyfingunni. „Barninu er alveg óhætt í öllu þessu ferli.“ Hann segir að konur viti í dag að það er margt á meðgöngu sem þarf ekki endilega að vera erfitt. Marga verki sé hægt að losna við með einföldum hætti. „Til dæmis eins og grindargliðnun sem er oft nefnt við konur að þær séu með mjög snemma, en það þarf ekki endilega að vera að það sé beint grindargliðnun sem er að eiga sér stað mjög snemma í ferlinu. Oft á tíðum eru það frekar einfaldir hlutir í mjaðmagrindinni sem er hægt að laga.“ Oft eru þetta verkir í spjaldhryggnum og í spjöldunum tveimur í mjaðmagrindinni. „Það er skekkja sem er að mynda núning sem gerir hlutina erfiðari á meðgöngu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hefur áhrif á daglegt líf Með konur á meðgöngu einblínir Vignir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til þess að reyna að auðvelda meðgönguna og jafnvel fæðinguna líka. Vignir segir algengt að konur nefni að þær hefðu viljað koma til hans fyrr á meðgöngunni og sleppa þannig við margar vikur með verki. „Þú getur komið í rauninni eins snemma og þú vilt. Tímapunktur sem maður ætti að mæla með til þess að byrja að koma til þess að fyrirbyggja það að lenda í einhverjum óþægindum eða til að stuðla að betri hreyfanleika í mjaðmagrindinni, þá er það einhvern tímann eftir 12. til 15. viku. Svona áður en hlutir fara að stækka þannig almennilega að þeir fara að hafa áhrif mögulega á daglegt líf.“ Á þeim tímapunkti er í raun mun auðveldara að leiðrétta hluti heldur en þegar kona er komin lengra á meðgöngunni. „Þá ertu kannski búin að upplifa erfiðari meðgöngu sem er búin að taka toll af þér.“ Mikilvægt að líða vel Vignir segir að það sé ekki rétt að kírópraktorar geti hnykkt konur með þeim afleiðingum að þær fari af stað í fæðingu, en oft á tíðum gerist það í framhaldinu. „Ef að það er skert hreyfigeta í spjaldi öðru hvoru megin eða hvernig sem það er í mjaðmagrindinni, og það er að þrengja í rauninni plássið sem barnið hefur til að koma sér niður. Ef þú nærð að opna það upp þá kemst barnið neðar og þar af leiðandi er barnið að koma ferlinu af stað.“ Hann segir að það sé leitt að heyra konur tala um að þær hefðu viljað koma á fyrri meðgöngum og hvetur konur því til að láta skoða sig og kanna hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þær til að bæta líkamlega líðan. „Það er rosalega mikilvægt að manni líði vel á meðgöngu.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og notar tækni sem kallast Webster meðhöndlun. Hann ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar og sagði þar að það sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að konum líði sem best á meðgöngunni. Vignir segir að konur eigi ekki alls ekki að vera smeikar við að hitta kírópraktor á meðgöngunni. „Það er ekkert til þess að vera hræddur við þegar það er gert rétt og þegar það er gert af fagmanni þá er það í lagi.“ Nefnir hann að brakið sem heyrist sé einfaldlega hljóð sem verður til í hreyfingunni. „Barninu er alveg óhætt í öllu þessu ferli.“ Hann segir að konur viti í dag að það er margt á meðgöngu sem þarf ekki endilega að vera erfitt. Marga verki sé hægt að losna við með einföldum hætti. „Til dæmis eins og grindargliðnun sem er oft nefnt við konur að þær séu með mjög snemma, en það þarf ekki endilega að vera að það sé beint grindargliðnun sem er að eiga sér stað mjög snemma í ferlinu. Oft á tíðum eru það frekar einfaldir hlutir í mjaðmagrindinni sem er hægt að laga.“ Oft eru þetta verkir í spjaldhryggnum og í spjöldunum tveimur í mjaðmagrindinni. „Það er skekkja sem er að mynda núning sem gerir hlutina erfiðari á meðgöngu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hefur áhrif á daglegt líf Með konur á meðgöngu einblínir Vignir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til þess að reyna að auðvelda meðgönguna og jafnvel fæðinguna líka. Vignir segir algengt að konur nefni að þær hefðu viljað koma til hans fyrr á meðgöngunni og sleppa þannig við margar vikur með verki. „Þú getur komið í rauninni eins snemma og þú vilt. Tímapunktur sem maður ætti að mæla með til þess að byrja að koma til þess að fyrirbyggja það að lenda í einhverjum óþægindum eða til að stuðla að betri hreyfanleika í mjaðmagrindinni, þá er það einhvern tímann eftir 12. til 15. viku. Svona áður en hlutir fara að stækka þannig almennilega að þeir fara að hafa áhrif mögulega á daglegt líf.“ Á þeim tímapunkti er í raun mun auðveldara að leiðrétta hluti heldur en þegar kona er komin lengra á meðgöngunni. „Þá ertu kannski búin að upplifa erfiðari meðgöngu sem er búin að taka toll af þér.“ Mikilvægt að líða vel Vignir segir að það sé ekki rétt að kírópraktorar geti hnykkt konur með þeim afleiðingum að þær fari af stað í fæðingu, en oft á tíðum gerist það í framhaldinu. „Ef að það er skert hreyfigeta í spjaldi öðru hvoru megin eða hvernig sem það er í mjaðmagrindinni, og það er að þrengja í rauninni plássið sem barnið hefur til að koma sér niður. Ef þú nærð að opna það upp þá kemst barnið neðar og þar af leiðandi er barnið að koma ferlinu af stað.“ Hann segir að það sé leitt að heyra konur tala um að þær hefðu viljað koma á fyrri meðgöngum og hvetur konur því til að láta skoða sig og kanna hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þær til að bæta líkamlega líðan. „Það er rosalega mikilvægt að manni líði vel á meðgöngu.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira