Sautján ára forystusauður og Guðrún tveimur höggum á undan Ólafíu Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 18:59 Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með forystuna í Mosfellsbæ. MYND/SETH@GOLF.IS Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með tveggja högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir tvo hringi af þremur á ÍSAM-mótinu í golfi í Mosfellsbæ. Áhugakylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR er efstur í karlaflokki. Guðrún hafði fjögurra högga forskot eftir fyrsta hring sem hún lék á nýju vallarmeti Hlíðavallar eða 68 höggum. Hún lék seinni hringinn í dag hins vegar á 74 höggum og er því samtals á -2 höggum. Ólafía lék á pari nú síðdegis líkt og fyrri hringinn í dag, og stefnir því í harða keppni á þriðja og síðasta hringnum á morgun. Valdís Þóra Jónsdóttir er tíu höggum á eftir Guðrúnu eftir að hafa leikið á 79 höggum seinni hringinn í dag. Dagbjartur Sigurbrandsson er aðeins 17 ára en er efstur á ÍSAM-mótinu eftir daginn.MYND/SETH@GOLF.IS Dagbjartur, sem er aðeins 17 ára, lék afar vel í dag eða á 70 höggum fyrri hringinn og svo 68 höggum síðdegis. Hann er því samtals á -6 höggum, með tveggja högga forskot á annan áhugakylfing, heimamanninn Björn Óskar Guðjónsson. Mótið gefur stig inn á heimslista áhugamanna. Efstir atvinnukylfinga eru þeir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson sem leikið hafa samtals á -2 höggum, líkt og Kristófer Orri Þórðarson. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er samtals á pari eftir 69 högga seinni hring í dag, en Haraldur Franklín Magnús er á +2 höggum í 16.-18. sæti. Golf Tengdar fréttir Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. 16. maí 2020 18:00 Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45 Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer í Mosfellsbæ. 16. maí 2020 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með tveggja högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir tvo hringi af þremur á ÍSAM-mótinu í golfi í Mosfellsbæ. Áhugakylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR er efstur í karlaflokki. Guðrún hafði fjögurra högga forskot eftir fyrsta hring sem hún lék á nýju vallarmeti Hlíðavallar eða 68 höggum. Hún lék seinni hringinn í dag hins vegar á 74 höggum og er því samtals á -2 höggum. Ólafía lék á pari nú síðdegis líkt og fyrri hringinn í dag, og stefnir því í harða keppni á þriðja og síðasta hringnum á morgun. Valdís Þóra Jónsdóttir er tíu höggum á eftir Guðrúnu eftir að hafa leikið á 79 höggum seinni hringinn í dag. Dagbjartur Sigurbrandsson er aðeins 17 ára en er efstur á ÍSAM-mótinu eftir daginn.MYND/SETH@GOLF.IS Dagbjartur, sem er aðeins 17 ára, lék afar vel í dag eða á 70 höggum fyrri hringinn og svo 68 höggum síðdegis. Hann er því samtals á -6 höggum, með tveggja högga forskot á annan áhugakylfing, heimamanninn Björn Óskar Guðjónsson. Mótið gefur stig inn á heimslista áhugamanna. Efstir atvinnukylfinga eru þeir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson sem leikið hafa samtals á -2 höggum, líkt og Kristófer Orri Þórðarson. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er samtals á pari eftir 69 högga seinni hring í dag, en Haraldur Franklín Magnús er á +2 höggum í 16.-18. sæti.
Golf Tengdar fréttir Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. 16. maí 2020 18:00 Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45 Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer í Mosfellsbæ. 16. maí 2020 14:15 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Valdís tekjulaus í marga mánuði: „Fell á milli alls staðar í kerfinu“ „Það er erfitt að vera tekjulaus í marga mánuði, og ég sé fram á 5-7 mánuði án tekna núna,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, sem vegna kórónuveirufaraldursins getur ekki leikið á móti erlendis eins og hún ætlaði sér. 16. maí 2020 18:00
Íslandsmeistarinn með örugga forystu eftir fyrsta hringinn Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með fjögurra högga forystu á ÍSAM-mótinu í Mosfellsbæ eftir fyrsta hring mótsins. 16. maí 2020 14:45
Ólafur með nauma forystu eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson er með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn á ÍSAM-mótinu sem fram fer í Mosfellsbæ. 16. maí 2020 14:15