Innlent

Klukkan tifar í Karphúsinu

Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti.
Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. Vísir/Einar

Fundað er í hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti.

Verkfallið, ef af því verður, mun hafa víðtæk áhrif en nærri því sextán þúsund félagsmenn BSRB munu fara í verkfall náist ekki samningar fyrir miðnætti. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað.

Nú á ellefta tímanum í kvöld sagði Sonja stöðuna svipaða og fyrr í kvöld. Fólk væri þó enn að tala saman. Við erum með fólk í Karphúsinu og munum fylgjast með gangi mála.

Sjá einnig: Styttist í verkföll

Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. Hér að neðan má sjá frétt þar sem farið er yfir hvaða verkföll um er að ræða. Það var gert á myndrænan hátt í fréttum Stöðvar 2 nýverið. Sömuleiðis má sjá aðgerðalista hér, á vef BSRB.

Sjá einnig: For­maður BSRB óttast ekki lög á verk­föll og við­ræður ganga vel

Þá fundar Efling enn við Reykjavíkurborg hjá Ríkissáttasemjara. Efling skrifaði undir kjarasamninga við hið opinbera í gær. Það mun þó engin áhrif hafa á þau verkföll sem eru í gangi og eru fyrirhuguð.


Tengdar fréttir

Styttist í verkföll

Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×