Innlent

Sjúkra­liðar búnir að semja við ríkið

Atli Ísleifsson skrifar
Verkfallsaðgerðum sjúkraliða hefur verið aflýst. 
Verkfallsaðgerðum sjúkraliða hefur verið aflýst.  Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins náðu samkomulagi og skrifuðu undir kjarasamning skömmu fyrir klukkan átta í morgun.

Þetta staðfestir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, í samtali við Vísi. Öllum þeim verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í dag hefur því verið aflýst. Verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í Reykjavík eru þó enn í fullum gangi, en fundur hefur verið boðaður klukkan 13 í dag.

Verkfall sjúkraliða átti að hefjast klukkan sjö í morgun en eftir að samningur var undirritaður voru boð látin ganga til félagsmanna um að verkföllum hafi verið aflýst og fólk beðið um að mæta til vinnu.

Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í húskynnum ríkissáttasemjara í nótt og en síðastur til að vera undirritaður var kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands gagnvart ríkinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×