Útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á undirritun kjarasamninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2020 12:12 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Vísir/Jóhann Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira