Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 07:00 Haukur Helgi Pálsson í landsleik gegn Portúgal. VÍSIR/BÁRA Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér. NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Þessu greindi Haukur frá í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, á karfan.is. Landsliðsmaðurinn og unnusta hans, Sara Dögg Jónsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Haukur hafði þá ákveðið að yfirgefa franska félagið Nanterre en fékk tilboðið óvænta frá New Orleans áður en hann ákvað svo að semja við rússneska félagið Unics Kazan. „Ég var að eignast barnið mitt og tók því ekki. Þeir [forráðamenn Pelicans] voru tilbúnir að bjóða mér og fjölskyldunni minni út en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á því að hún átti að vera að fæðast þegar fyrsti leikurinn átti að vera,“ sagði Haukur. Það er langt því frá að þeir sem spili í sumardeild NBA eigi greiða leið í deild þeirra bestu, en sumardeildin er þó vissulega hugsuð fyrir félögin til að finna álitlega leikmenn: „Þetta var mikill heiður og kom mér mjög á óvart. Umboðsmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég vildi fara í Summer League og ég sagði bara „auðvitað“. Það væri geðveikt að prófa það og maður veit aldrei hvað gerist. Það eru ótrúlegustu menn sem fara inn í deildina. Það sem þeir voru að horfa á var að fá þrist sem gæti spilað vörn og skotið þristum. Það hefði verið geðveikt. Ég get dekkað flestalla,“ sagði Haukur, sem hugsanlega væri á leiðinni til Las Vegas í sumar ef ekki ríkti eintóm óvissa núna vegna kórónuveirufaraldursins. „Þeir voru búnir að segjast ætla að bjóða mér aftur í ár en síðan er allt í einhverri óvissu og ég átti kannski ekki besta tímabilið mitt í vetur. Ég reyni að pæla ekkert í því en það hefði verið geðveikt. En ég upplifði eitthvað enn betra. Dóttirin mín kom í heiminn og ég mun aldrei sjá eftir þessu,“ sagði Haukur. Ekki viss um að mig langi aftur til Rússlands Í samningi hans við Unics Kazan er möguleiki á eins árs framlengingu en ekki er víst að Haukur nýti sér það, þrátt fyrir hið mikla óvissuástand sem ríkir. „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur. Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn með því að smella hér.
NBA Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Sportið í dag: „Beðnir um að fara ekki út að borða né hittast utan körfuboltans“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Unics Kazan í Rússlandi, segir að óvissan sé það versta á tíma kórónuveirunnar en körfuboltinn í Rússlandi er eins og margar aðrar íþróttir í hléi vegna veirunnar. 23. mars 2020 22:00