Erlent

Lögðu hald á gríðar­legt magn fíkni­efna í Mjanmar

Atli Ísleifsson skrifar
Sule Pagoda í Rangoon í Mjanmar.
Sule Pagoda í Rangoon í Mjanmar. Getty

Yfirvöld í Mjanmar hafa lagt hald á eitt mesta magn fíkniefna sem fundist hefur í suðausturhluta Asíu.

Um er að ræða um 200 milljónir metamfetamíntafla, 500 kíló af metamfetamíni í duftformi og 300 kíló af heróíni en efnin fundust í nokkrum aðgerðum hersins í Shan-héraði í norðausturhluta landsins. Alls voru 33 handteknir í aðgerðunum sem stóðu yfir frá febrúar og fram í apríl.

Mjanmar er almennt talið það land þar sem stærstur hluti metamfetamínfreiðslu heimsins fer fram.

Að auki fundust um 3.700 lítrar af meþílfentaníli, en það er notað til að búa til fentanýl, afar öflugt ópíóðalyf sem dregur um 130 manns til dauða á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum nú um stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×