Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 13:00 Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018 en þarna tekur Hörður Björgvin Magnússon utan um hann á leikvanginum í Rostov-on-Don. EPA-EFE/SHAWN Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Kári Árnason ræddi valið á fyrsta og eina heimsmeistarahóp íslenska landsliðsins i hlaðvarpsþættinum Draumaliðið en þar var hann gestur Jóhanns Skúla Jónssonar. Kári fór þar yfir feril sinn en þegar talið barst að HM í Rússlandi sumarið 2018 þá saknaði hans eins leikmanns á heimsmeistaramótinu. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari ákvað óvænt að velja hinn 21 árs gamla Albert Guðmundssonar sem einn af framherjum íslenska liðsins. Kári vildi hins vegar frekar að Heimir hefði valið Kolbein Sigþórsson í hópinn jafnvel þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað mikinn fótbolta frá því á EM í Frakklandi tveimur árum fyrr. Albert Guðmundsson fékk sínar fyrstu og einu mínútur með íslenska landsliðinu í lokaleik liðsins á HM 2018 sem var á móti Króatíu. Íslensku strákarnir þurftu þá eitt mark til að komast áfram í sextán liða úrslitin en Heimir sendi Albert inn á völlinn á 85. mínútu. „Svo hefði maður líka viljað sjá Kolla þarna, til dæmis á lokamínútunum gegn Króatíu. Þótt það hefði ekki verið nema bara síðustu fimm mínúturnar eða eitthvað. Við vorum með Albert Guðmunds þarna sem var bara kjúklingur. Hann var búinn að vera spila með varaliði PSV á þessum tíma og var bara engan veginn klár í þetta,“ sagði Kári Árnason í hlaðvarpsþættinum. Þetta var sjötti landsleikur Albert á ferlinum en þeir fyrstu fimm voru allir æfingaleikir. Hann hafði tvisvar verið í byrjunarliði, með eins konar b-liði Íslands á móti Indónesíu í janúar 2018 og svo í 3-0 tapi á móti Mexíkó í mars. „Fyrstu alvöruleikirnir sem hann spilar eru á HM sem er svakalegt. Sama hversu góður hann á eftir að vera er Kolli alltaf maðurinn í þetta verkefni, að berjast við tveggja metra háa miðverði. Sama þótt hann hefði bara spilað fimm mínútur á mótinu hefði ég alltaf tekið Kolla með,“ sagði Kári en Króatía vann leikinn 2-1. Staðan var 1-1 þegar Albert kom inn á völlinn og Ivan Perisic tryggði Króötum síðan sigurinn með mark á lokamínútu leiksins. Kolbeinn Sigþórsson hafði verið í kringum íslenska liðið um veturinn og var valinn í hópinn sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna og spilaði vináttulandsleiki við Mexíkó og Perú. Hann var þá nýbyrjaður að æfa með varaliði Nantes eftir nítján mánaða fjarveru vegna meiðsla. Kolbeinn kom ekki við sögu í leikjum og var ekki valinn aftur í hópinn um vorið. Kolbeinn Sigþórsson var þarna með 23 mörk í 44 landsleikjum og hefur síðan bætt við þremur mörkum og jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira