Perlur Íslands: „Það er ekki hægt að komast þangað öðruvísi en að sigla“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. maí 2020 09:00 Garpur Elísabetarson tók þessa einstöku mynd af tvíburabróður sínum Jökli í einstöku náttúruperlunni Aðalvík. Mynd/Garpur Elísabetarson „Ég hef ferðast marga hringi í kringum landið og ég reyni að skoða sem mest. Stundum fer ég einn, stundum næ ég að plata einhvern með mér. Mér líður eiginlega best bara að fá að vera í gönguskónum mínum, með myndavélina á lofti og bara vera,“ segir Garpur Elísabetarson kvikmyndagerðarmaður en hann hefur starfað sem leiðsögumaður í nokkur ár. „Þó að ég hafi séð margt og skoðað marga fallega staði á landinu þá er bara einn staður sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um minn uppáhaldsstað. Það er Aðalvík á Hornströndum. Ég fór þangað fyrst þriggja ára árið 1987 og síðan þá er alltaf planið öll sumur að fara þangað. Stundum kemst ég ekki, enda ferðalagið kannski ekki auðvelt né ódýrt. En alltaf þess virði þegar ég kemst.“ Garpur Elísabetarson, ferðalangur í eigin landi.Mynd/úr einkasafni Treystir slúðrinu Garpur á ættir að rekja til Aðalvíkur og amma hans bjó þar þangað til staðurinn fór í eði í kringum árið 1950. „Síðan þá hafa þau örfáu hús sem eru þar enn verið notuð af afkomendum sem sumarhús. Þar er ekkert rafmagn og ekkert símasamband, nema uppi á fjalli og á einum blett við prestshúsið skilst mér. Ég hef ekki fundið þennan blett sjálfur, en treysti slúðrinu. Það er ekki hægt að komast þangað öðruvísi en að sigla.“ Aðalvík, þar sem hvorki er rafmagn né símasamband.Mynd/Garpur Elísabetarson Hann segir að það sé líka mikill bónus að fá að heimsækja Ísafjörð í leiðinni. „Ég tengi þennan stað alltaf við pabba minn og tvíburabróður minn. Ef ég gæti valið, þá myndi ég planta pabba mínum á daginn út í Staðarvatn að veiða silung í matinn, þar líður honum best, leyfi ég mér að segja. Svo á kvöldin er planta ég honum á trédrumb við olíueldavélina að halda kofanum heitum og helst steikja silunginn sem hann veiddi handa mér og Jökli, tvíburanum mínum, á meðan við leggjum kapal og skiptumst á sögum.“ Feðgarnir saman í AðalvíkMynd/Garpur Elísabetarson Heimatilfinning Garpur segist vera ótrúlega þakklátur pabba sínum fyrir að hafa dröslað þeim bræðrum þangað á sumrin. „Fyrir að kenna okkur að vera til, láta okkur leiðast og finna okkur eitthvað að gera. Segja okkur sögur, búa til mikið úr litlu og veiða okkur til matar. Kynna okkur fyrir álfunum sem þurfti að biðja um leyfi til að veiða í vatninu, sem ég geri enn þann dag í dag. Ég held að maður kynnist engum jafn vel og að þegar maður þarf að láta sér leiðast saman og hafa ekkert fyrir stafni. Þá fara töfrarnir að gerast. Þegar ég sigli fyrir Ritinn, fjallið sem þarf að sigla fyrir á leið inn í Aðalvík, þá fæ ég heimatilfinningu sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég kann best við mig út í náttúrunni, mér finnst allt bara svolítið ganga upp þar, og hvergi jafn mikið og sterkt og í Aðalvík.“ Fjaran í Aðalvík.Mynd/Garpur Elísabetarson Í seinni tíð hafa bræðurnir reynt að halda í þessar hefðir og búa til nýjar minningar með eigin börnum á þessum fallega stað. „Planið er svo í sumar, eins og öll sumur, að fara til Aðalvíkur. Setja úrin ofan í skúffu, borða þegar við erum svöng, sofa þegar við erum þreytt, týna bláber og kannski hlaupa upp á fjall.“ Í albúminu má finna nokkrar einstakar myndir sem Garpur hefur tekið í Aðalvík í gegnum árin. Kamilla í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonFrænkurnar Kamilla og Lillý í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonKamilla í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonFeðgarí AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonEmbla Karen í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonKamilla í bátnum á leiðinni til Aðalvíkur.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonJökull og börnin í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonVeiðikonan Embla í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonEmbla í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonEmbla í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonGarpur í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonIngi, faðir Garps, kindir kofann í AðalvíkMynd/Garpur Elísabetarson Hér fyrir neðan má svo finna stutt myndband sem Garpur tók af fegurðinni í Aðalvík. Klippa: Perlur Íslands: Aðalvík Hopp og skopp á hálendinu Garpur er náttúrubarn og mikill ferðalangur og ferðast mikið innanlands vegna vinnunnar og í sínum frítíma. „Sumarið er tíminn á Íslandi og þegar ég er að segja erlendum ferðamönnum sögur á veturna fæ ég mjög oft spurninguna „Af hverju í ósköpunum býrðu hérna?” Einfalda svarið er auðvitað „Því hér á ég heima.“ Þó að ég skilji auðvitað hvaðan þessi spurning kemur, þegar hver lægðin heimsækir landið, þá er mjög auðvelt að segja þessu sama fólki að sumrin á Íslandi séu einstök. Þar er engu logið. Það sést ótrúlega vel, til dæmis eftir þennan rosalega langa og þunga vetur, að þegar maí mætti með sólina, þá bara lifnaði yfir landi og þjóð.“ Í þessu myndaalbúmi má sjá nokkrar ævintýralegar myndir Garps frá fleiri perlum Íslands. HeinabergslónMynd/Garpur ElísabetarsonHesteyriMynd/Garpur ElísabetarsonSeljalandsfossMynd/Garpur ElísabetarsonFimmvörðuhálsMynd/Garpur ElísabetarsonKamilla og Embla á BreiðamerkurjökliMynd/Garpur ElísabetarsonDyrhólaeyMynd/Garpur ElísabetarsonSkógafossMynd/Garpur ElísabetarsonHigh five uppi á HvannadalshnjúkMynd/Garpur ElísabetarsonToppurinn á Íslandi - Hvannadalshnjúkur í miðri nætursólinni.Mynd/Garpur ElísabetarsonReynisfjaraMynd/Garpur ElísabetarsonSnæfellsjökullMynd/Garpur ElísabetarsonHnappavellirMynd/Garpur ElísabetarsonGræni hryggurMynd/Garpur ElísabetarsonGarpur í gljúfriMynd/Garpur ElísabetarsonLandmannalaugarMynd/Garpur ElísabetarsonReynisfjall og ReynisdrangarMynd/Garpur ElísabetarsonGarpur, ferðalangur í eigin landi.Mynd/Garpur Elísabetarson Næstu mánuðir munu því einkennast af spennandi ferðalögum og ævintýrum. „Ég get ekki beðið eftir því að hoppa og skoppa um hálendið á næstu vikum og mánuðum og ég ætla að vera duglegur í sumar. Ég ætla til dæmis að heimsækja Óbyggðarsetrið á Austurlandi og þaðan að kíkja á hálendisperlurnar sem bíða þar eftir mér. Ég fæ vonandi líka að teyma fólk yfir Fimmvörðuháls, hanga í Landmannalaugum og kíkja upp á einn eða tvo jökla. Ég er líka að láta mig dreyma um að fá mér „paddle board“ og láta mig fljóta í kringum landið í rólegheitum í miðnætursólinni.“ Garpur fór í einstakt ferðalag um landið í samkomubanninu. Hann ferðaðist hringinn aleinn með myndavélina í för og hélt úti ferðadagbók á Vísi á meðan. Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Perlur Íslands Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur upp á að bjóða“ „Ég ætla að velja Fimmvörðuháls, enda einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur uppá að bjóða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en hún mun ferðast innanlands í sumar og hefur gert töluvert af því undanfarin ár. 19. maí 2020 07:01 Perlur Íslands: Ellefta lundabúðin í sérstöku uppáhaldi „Þegar ég hugsa um uppáhalds ferðamannastaðinn minn á Íslandi koma nokkrir strax upp í hugann og erfitt að gera upp á milli.“ 15. maí 2020 13:30 Sterk upplifun en vantaði klárlega einhvern til að njóta með Kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson fór hringinn í kringum landið í samkomubanninu. Hann vildi skoða Ísland án ferðamanna og fór einn í ferðalag með myndavélarnar með sér. 9. maí 2020 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið
„Ég hef ferðast marga hringi í kringum landið og ég reyni að skoða sem mest. Stundum fer ég einn, stundum næ ég að plata einhvern með mér. Mér líður eiginlega best bara að fá að vera í gönguskónum mínum, með myndavélina á lofti og bara vera,“ segir Garpur Elísabetarson kvikmyndagerðarmaður en hann hefur starfað sem leiðsögumaður í nokkur ár. „Þó að ég hafi séð margt og skoðað marga fallega staði á landinu þá er bara einn staður sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um minn uppáhaldsstað. Það er Aðalvík á Hornströndum. Ég fór þangað fyrst þriggja ára árið 1987 og síðan þá er alltaf planið öll sumur að fara þangað. Stundum kemst ég ekki, enda ferðalagið kannski ekki auðvelt né ódýrt. En alltaf þess virði þegar ég kemst.“ Garpur Elísabetarson, ferðalangur í eigin landi.Mynd/úr einkasafni Treystir slúðrinu Garpur á ættir að rekja til Aðalvíkur og amma hans bjó þar þangað til staðurinn fór í eði í kringum árið 1950. „Síðan þá hafa þau örfáu hús sem eru þar enn verið notuð af afkomendum sem sumarhús. Þar er ekkert rafmagn og ekkert símasamband, nema uppi á fjalli og á einum blett við prestshúsið skilst mér. Ég hef ekki fundið þennan blett sjálfur, en treysti slúðrinu. Það er ekki hægt að komast þangað öðruvísi en að sigla.“ Aðalvík, þar sem hvorki er rafmagn né símasamband.Mynd/Garpur Elísabetarson Hann segir að það sé líka mikill bónus að fá að heimsækja Ísafjörð í leiðinni. „Ég tengi þennan stað alltaf við pabba minn og tvíburabróður minn. Ef ég gæti valið, þá myndi ég planta pabba mínum á daginn út í Staðarvatn að veiða silung í matinn, þar líður honum best, leyfi ég mér að segja. Svo á kvöldin er planta ég honum á trédrumb við olíueldavélina að halda kofanum heitum og helst steikja silunginn sem hann veiddi handa mér og Jökli, tvíburanum mínum, á meðan við leggjum kapal og skiptumst á sögum.“ Feðgarnir saman í AðalvíkMynd/Garpur Elísabetarson Heimatilfinning Garpur segist vera ótrúlega þakklátur pabba sínum fyrir að hafa dröslað þeim bræðrum þangað á sumrin. „Fyrir að kenna okkur að vera til, láta okkur leiðast og finna okkur eitthvað að gera. Segja okkur sögur, búa til mikið úr litlu og veiða okkur til matar. Kynna okkur fyrir álfunum sem þurfti að biðja um leyfi til að veiða í vatninu, sem ég geri enn þann dag í dag. Ég held að maður kynnist engum jafn vel og að þegar maður þarf að láta sér leiðast saman og hafa ekkert fyrir stafni. Þá fara töfrarnir að gerast. Þegar ég sigli fyrir Ritinn, fjallið sem þarf að sigla fyrir á leið inn í Aðalvík, þá fæ ég heimatilfinningu sem ég fæ hvergi annars staðar. Ég kann best við mig út í náttúrunni, mér finnst allt bara svolítið ganga upp þar, og hvergi jafn mikið og sterkt og í Aðalvík.“ Fjaran í Aðalvík.Mynd/Garpur Elísabetarson Í seinni tíð hafa bræðurnir reynt að halda í þessar hefðir og búa til nýjar minningar með eigin börnum á þessum fallega stað. „Planið er svo í sumar, eins og öll sumur, að fara til Aðalvíkur. Setja úrin ofan í skúffu, borða þegar við erum svöng, sofa þegar við erum þreytt, týna bláber og kannski hlaupa upp á fjall.“ Í albúminu má finna nokkrar einstakar myndir sem Garpur hefur tekið í Aðalvík í gegnum árin. Kamilla í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonFrænkurnar Kamilla og Lillý í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonKamilla í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonFeðgarí AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonEmbla Karen í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonKamilla í bátnum á leiðinni til Aðalvíkur.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonJökull og börnin í Aðalvík.Mynd/Garpur ElísabetarsonAðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonVeiðikonan Embla í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonEmbla í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonEmbla í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonGarpur í AðalvíkMynd/Garpur ElísabetarsonIngi, faðir Garps, kindir kofann í AðalvíkMynd/Garpur Elísabetarson Hér fyrir neðan má svo finna stutt myndband sem Garpur tók af fegurðinni í Aðalvík. Klippa: Perlur Íslands: Aðalvík Hopp og skopp á hálendinu Garpur er náttúrubarn og mikill ferðalangur og ferðast mikið innanlands vegna vinnunnar og í sínum frítíma. „Sumarið er tíminn á Íslandi og þegar ég er að segja erlendum ferðamönnum sögur á veturna fæ ég mjög oft spurninguna „Af hverju í ósköpunum býrðu hérna?” Einfalda svarið er auðvitað „Því hér á ég heima.“ Þó að ég skilji auðvitað hvaðan þessi spurning kemur, þegar hver lægðin heimsækir landið, þá er mjög auðvelt að segja þessu sama fólki að sumrin á Íslandi séu einstök. Þar er engu logið. Það sést ótrúlega vel, til dæmis eftir þennan rosalega langa og þunga vetur, að þegar maí mætti með sólina, þá bara lifnaði yfir landi og þjóð.“ Í þessu myndaalbúmi má sjá nokkrar ævintýralegar myndir Garps frá fleiri perlum Íslands. HeinabergslónMynd/Garpur ElísabetarsonHesteyriMynd/Garpur ElísabetarsonSeljalandsfossMynd/Garpur ElísabetarsonFimmvörðuhálsMynd/Garpur ElísabetarsonKamilla og Embla á BreiðamerkurjökliMynd/Garpur ElísabetarsonDyrhólaeyMynd/Garpur ElísabetarsonSkógafossMynd/Garpur ElísabetarsonHigh five uppi á HvannadalshnjúkMynd/Garpur ElísabetarsonToppurinn á Íslandi - Hvannadalshnjúkur í miðri nætursólinni.Mynd/Garpur ElísabetarsonReynisfjaraMynd/Garpur ElísabetarsonSnæfellsjökullMynd/Garpur ElísabetarsonHnappavellirMynd/Garpur ElísabetarsonGræni hryggurMynd/Garpur ElísabetarsonGarpur í gljúfriMynd/Garpur ElísabetarsonLandmannalaugarMynd/Garpur ElísabetarsonReynisfjall og ReynisdrangarMynd/Garpur ElísabetarsonGarpur, ferðalangur í eigin landi.Mynd/Garpur Elísabetarson Næstu mánuðir munu því einkennast af spennandi ferðalögum og ævintýrum. „Ég get ekki beðið eftir því að hoppa og skoppa um hálendið á næstu vikum og mánuðum og ég ætla að vera duglegur í sumar. Ég ætla til dæmis að heimsækja Óbyggðarsetrið á Austurlandi og þaðan að kíkja á hálendisperlurnar sem bíða þar eftir mér. Ég fæ vonandi líka að teyma fólk yfir Fimmvörðuháls, hanga í Landmannalaugum og kíkja upp á einn eða tvo jökla. Ég er líka að láta mig dreyma um að fá mér „paddle board“ og láta mig fljóta í kringum landið í rólegheitum í miðnætursólinni.“ Garpur fór í einstakt ferðalag um landið í samkomubanninu. Hann ferðaðist hringinn aleinn með myndavélina í för og hélt úti ferðadagbók á Vísi á meðan. Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Perlur Íslands Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur upp á að bjóða“ „Ég ætla að velja Fimmvörðuháls, enda einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur uppá að bjóða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en hún mun ferðast innanlands í sumar og hefur gert töluvert af því undanfarin ár. 19. maí 2020 07:01 Perlur Íslands: Ellefta lundabúðin í sérstöku uppáhaldi „Þegar ég hugsa um uppáhalds ferðamannastaðinn minn á Íslandi koma nokkrir strax upp í hugann og erfitt að gera upp á milli.“ 15. maí 2020 13:30 Sterk upplifun en vantaði klárlega einhvern til að njóta með Kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson fór hringinn í kringum landið í samkomubanninu. Hann vildi skoða Ísland án ferðamanna og fór einn í ferðalag með myndavélarnar með sér. 9. maí 2020 07:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið
Perlur Íslands: „Einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur upp á að bjóða“ „Ég ætla að velja Fimmvörðuháls, enda einhver fallegasta dagleið sem Ísland hefur uppá að bjóða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en hún mun ferðast innanlands í sumar og hefur gert töluvert af því undanfarin ár. 19. maí 2020 07:01
Perlur Íslands: Ellefta lundabúðin í sérstöku uppáhaldi „Þegar ég hugsa um uppáhalds ferðamannastaðinn minn á Íslandi koma nokkrir strax upp í hugann og erfitt að gera upp á milli.“ 15. maí 2020 13:30
Sterk upplifun en vantaði klárlega einhvern til að njóta með Kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson fór hringinn í kringum landið í samkomubanninu. Hann vildi skoða Ísland án ferðamanna og fór einn í ferðalag með myndavélarnar með sér. 9. maí 2020 07:00