Innlent

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit

Samúel Karl Ólason skrifar
Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmeri 019-20-16-1-01 og á innköllunin eingöngu við kjúkling með þessu númeri.
Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmeri 019-20-16-1-01 og á innköllunin eingöngu við kjúkling með þessu númeri. Vísir/Getty

Fyrirtækið Reykjagarður hefur innkallað kjúklingavörur vegna gruns um að salmonella hafi greinst í kjúklingahópi fyrirtækisins. Dreifin á afurðunum hefur þegar verið stöðvuð og framleiðandi hafið innköllun.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmeri 019-20-16-1-01 og á innköllunin eingöngu við kjúkling með þessu númeri.

Vöruheiti: Holta og Kjörfugl.

Rekjanleikanúmer: 019-20-16-1-01 (Bringur, lundir, bitar)

Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaupsverslanir og Costco.

Fólk sem hefur keypti viðkomandi afurðir er beðið um að skila þeim til verslana eða beint til Reykjagarðs hf. Fosshálsi 1. 110 Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×