Ekki að stressa sig á leikjaálaginu: „Held að þetta sé verra hjá strákunum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 15:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika. vísir/eyþór Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, vonast til þess að deildin í sumar verði jafnari og spennandi en segir að fyrir fram má gefa sér að Breiðablik og Valur verði í kringum toppinn. Þorsteinn ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag þar sem hann ræddi komandi sumar og hvernig silfurliðinu frá því á síðustu leiktíð hefur tekist til að halda sér í formi á tímum kórónuveirunnar. En sjáum við Breiðablik og Val berjast aftur í tveimur efstu sætunum? „Fyrir fram má gefa sér það en önnur lið hafa verið að styrkja sig og líta vel út þó að við höfum ekkert séð þau spila. En á pappírunum hafa lið verið að styrkja sig eins og Selfoss, Fylkir, KR og Vestmannaeyjar spurningarmerki. Fyrir fram gefa margir sér það en ég held og vona að deildin verði töluvert jafnari,“ sagði Þorsteinn. „Ég vonast til þess að fleiri lið blandi sér í þetta því það gerir mótið skemmtilegra. Ég vonast bara til þess að við höldum okkar striki því hjá okkur snýst þetta um það. Leikmenn eru að æfa meira en áður og eru að gera þetta að mörgu leyti betur.“ Níu umferðir verða leiknar í Pepsi Max-deild kvenna á tæpum sex vikum en Þorsteinn er lítið að stressa sig á leikjaálaginu. „Það stefnir í það að það reyni á hópana og þú þurfir eitthvað að dreifa álaginu en þetta er samt ekkert svakalegt. Ég held að þetta sé verra hjá strákunum en okkur. Leikmenn vilja bara vera spila og þjálfarar vilja undirbúa leiki í stað þess að vera með endalausar æfingar. Ég held að þetta geri þetta bara að mörgu leyti skemmtilegra.“ Klippa: Sportið í dag - Þorsteinn Halldórsson um Pepsi Max kvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, vonast til þess að deildin í sumar verði jafnari og spennandi en segir að fyrir fram má gefa sér að Breiðablik og Valur verði í kringum toppinn. Þorsteinn ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag þar sem hann ræddi komandi sumar og hvernig silfurliðinu frá því á síðustu leiktíð hefur tekist til að halda sér í formi á tímum kórónuveirunnar. En sjáum við Breiðablik og Val berjast aftur í tveimur efstu sætunum? „Fyrir fram má gefa sér það en önnur lið hafa verið að styrkja sig og líta vel út þó að við höfum ekkert séð þau spila. En á pappírunum hafa lið verið að styrkja sig eins og Selfoss, Fylkir, KR og Vestmannaeyjar spurningarmerki. Fyrir fram gefa margir sér það en ég held og vona að deildin verði töluvert jafnari,“ sagði Þorsteinn. „Ég vonast til þess að fleiri lið blandi sér í þetta því það gerir mótið skemmtilegra. Ég vonast bara til þess að við höldum okkar striki því hjá okkur snýst þetta um það. Leikmenn eru að æfa meira en áður og eru að gera þetta að mörgu leyti betur.“ Níu umferðir verða leiknar í Pepsi Max-deild kvenna á tæpum sex vikum en Þorsteinn er lítið að stressa sig á leikjaálaginu. „Það stefnir í það að það reyni á hópana og þú þurfir eitthvað að dreifa álaginu en þetta er samt ekkert svakalegt. Ég held að þetta sé verra hjá strákunum en okkur. Leikmenn vilja bara vera spila og þjálfarar vilja undirbúa leiki í stað þess að vera með endalausar æfingar. Ég held að þetta geri þetta bara að mörgu leyti skemmtilegra.“ Klippa: Sportið í dag - Þorsteinn Halldórsson um Pepsi Max kvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira