„Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 10:15 Snærós vinnur hjá RÚV núll. Mynd/Ragnar Visage fyrir RÚV núll „Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós. Reykjavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
„Það fyrsta sem kom í hugann var auðvitað að það væri verið að meiða þessa konu,“ segir Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV núll, sem segir frá atburðarrás á Twitter sem átti sér stað í vesturbænum í nótt. „Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna,“ skrifar Snærós á Twitter. Í nótt rumskaði ég við öskur og óp í konu sem reyndust koma úr næsta húsi. Ég þaut út á svalir til að sjá hvað væri í gangi en sá aðallega mæðgin á efstu hæð hússins horfa áhyggjufull niður húsið sitt og móðurina hringja símtal - sem ég gerði ráð fyrir að vera í lögguna. 1/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur,“ skrifar hún einnig. Ég vildi þó ekki taka sénsinn á því svo ég hringdi líka og vel að merkja, löggan hafði fengið fleiri en eitt símtal um öskur og sársaukavein í húsinu og var á leiðinni. Á meðan ég beið breyttust öskrin í kokhljóð. Gæti verið gubb, gæti líka verið einhver hryllingur. 2/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Ég er samt fegin að ég hringdi. Ég var greinilega ekki sú eina í götunni með áhyggjur. Sá fleira fólk út í glugga að spá hvað væri í gangi og einhver blaðberi sem átti leið hjá var augljóslega stressaður líka,“ segir Snærós í samtali við Vísi. „Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra,“ skrifar Snærós. Ég heyrði samt aldrei í neinum öðrum en konunni og var smá hvumsa yfir þessum líklega hljóðlátasta ofbeldismanni veraldar. En ok. Löggan mætti og ég stóð eins og Soffía frænka í öllu mínu veldi á svölunum í einhverjum pels og á inniskónum og kallaði til þeirra 3/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "Þetta er í þessari íbúð. Það hljómar eins og einhver sé að gubba" - Löggan fer inn og upphefst þá þvílíkt öskur frá konunni sem hljómaði bara nákvæmlega eins og öskrin í konunni á dinernum í fyrsta atriðinu í Pulp Fiction https://t.co/vwlb6SA49r 4/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 "GET THE FUCK OUT. WHO THE FUCK CALLED YOU?! I HAVE MIGRAINE YOU IDIOT. ITS JUST A FUCKING MIGRAINE. GET OUT" - og þar með var þessu hetjumómenti mínu lokið. Löggan gekk út og ég lét mig hverfa af svölunum áður en þau sáu mig aftur. Já já. Pant ekki fá mígreni. 5/5— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 17, 2020 „Maður á auðvitað alltaf frekar að hringja heldur en að leyfa einhverjum hryllingi að viðgangast. Tek ekki sénsinn á því,“ segir Snærós.
Reykjavík Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira