Reykjavík Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð. Innlent 6.11.2025 14:47 Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni. Innlent 6.11.2025 13:07 Fjárfesting í fólki Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Skoðun 6.11.2025 12:45 Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð. Innlent 6.11.2025 12:40 Loka Breiðholtsbraut alla helgina Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur. Innlent 6.11.2025 11:09 Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. Innlent 6.11.2025 11:04 Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur. Innlent 6.11.2025 06:45 Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Klettaskóli og Langholtsskóli tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi Skrekks á þriðja og síðasta undanúrslitakvöldi sem fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld miðvikudagskvöld. Lífið 5.11.2025 23:04 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. Innlent 5.11.2025 16:03 Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu. Innlent 5.11.2025 13:23 Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Í framhaldi af nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem birt var í morgun hefur Reykjavíkurborg bent á að yfirgnæfandi meirihluti foreldra leikskólabarna í borginni séu ánægðir með þjónustuna. Í úttekt Viðskiptaráðs, sem fjallar um lokunardaga á leikskólum í stærstu sveitarfélögum landsins, er ekki tekið mið af þeirri ánægjukönnun sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma. Ástæðan er sú að gögnin eru ekki samanburðarhæf við önnur sveitarfélög og hafa almennt ekki verið eins aðgengileg á vef borgarinnar að sögn hagfræðings ráðsins. Innlent 5.11.2025 13:10 Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Innlent 5.11.2025 10:01 Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sameiginleg æfing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fer fram í dag. Innlent 5.11.2025 08:09 Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. Innlent 5.11.2025 08:02 Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Árbæjarskóli og Fellaskóli tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi Skrekks, en annað undanúrslitakvöld keppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Lífið 5.11.2025 06:52 Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Hvergi eru lokunardagar í leikskólum eins margir og í Reykjavík samanborið við önnur fjölmenn sveitarfélög landsins samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands. Þannig voru lokunardagar leikskóla á haustönn 2024 tífalt fleiri á hvert barn í Reykjavík samanborið við næstu fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins samkvæmt úttektinni. Innlent 5.11.2025 06:02 Fimm skipstjórar en engin við stýrið Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Skoðun 4.11.2025 15:30 Starfsmaður Múlaborgar ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 4.11.2025 14:50 Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50 Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Innlent 4.11.2025 14:12 Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46 Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 4.11.2025 11:20 Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. Innlent 4.11.2025 09:54 Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Breiðholtsskóli og Hagaskóli komust í gærkvöldi áfram í úrslit í Skrekk . Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2025 fór þá fram í Borgarleikhúsinu. Lífið 4.11.2025 07:17 Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. Innlent 4.11.2025 06:47 Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Lögregla segir málin litin alvarlegum augum. Innlent 3.11.2025 18:33 Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Samfélagsleg losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík jókst um 1,5 prósent á milli ára. Árið 2024 losnuðu 614 þúsund tonn. Aukningin er meðal annars vegna meiri losunar við meðhöndlun úrgangs. Innlent 2.11.2025 10:53 Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. Innlent 1.11.2025 14:06 Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Innlent 1.11.2025 12:11 Líta eigi á eignir landsbyggðarfólks í Reykjavík sem sumarbústaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Innlent 1.11.2025 11:06 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð. Innlent 6.11.2025 14:47
Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni. Innlent 6.11.2025 13:07
Fjárfesting í fólki Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Skoðun 6.11.2025 12:45
Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð. Innlent 6.11.2025 12:40
Loka Breiðholtsbraut alla helgina Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur. Innlent 6.11.2025 11:09
Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. Innlent 6.11.2025 11:04
Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur. Innlent 6.11.2025 06:45
Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Klettaskóli og Langholtsskóli tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi Skrekks á þriðja og síðasta undanúrslitakvöldi sem fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld miðvikudagskvöld. Lífið 5.11.2025 23:04
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. Innlent 5.11.2025 16:03
Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu. Innlent 5.11.2025 13:23
Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Í framhaldi af nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem birt var í morgun hefur Reykjavíkurborg bent á að yfirgnæfandi meirihluti foreldra leikskólabarna í borginni séu ánægðir með þjónustuna. Í úttekt Viðskiptaráðs, sem fjallar um lokunardaga á leikskólum í stærstu sveitarfélögum landsins, er ekki tekið mið af þeirri ánægjukönnun sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma. Ástæðan er sú að gögnin eru ekki samanburðarhæf við önnur sveitarfélög og hafa almennt ekki verið eins aðgengileg á vef borgarinnar að sögn hagfræðings ráðsins. Innlent 5.11.2025 13:10
Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Innlent 5.11.2025 10:01
Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sameiginleg æfing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fer fram í dag. Innlent 5.11.2025 08:09
Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. Innlent 5.11.2025 08:02
Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Árbæjarskóli og Fellaskóli tryggðu sér sæti á úrslitakvöldi Skrekks, en annað undanúrslitakvöld keppninnar fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Lífið 5.11.2025 06:52
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Hvergi eru lokunardagar í leikskólum eins margir og í Reykjavík samanborið við önnur fjölmenn sveitarfélög landsins samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands. Þannig voru lokunardagar leikskóla á haustönn 2024 tífalt fleiri á hvert barn í Reykjavík samanborið við næstu fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins samkvæmt úttektinni. Innlent 5.11.2025 06:02
Fimm skipstjórar en engin við stýrið Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Skoðun 4.11.2025 15:30
Starfsmaður Múlaborgar ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 4.11.2025 14:50
Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50
Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Innlent 4.11.2025 14:12
Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46
Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 4.11.2025 11:20
Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. Innlent 4.11.2025 09:54
Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Breiðholtsskóli og Hagaskóli komust í gærkvöldi áfram í úrslit í Skrekk . Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2025 fór þá fram í Borgarleikhúsinu. Lífið 4.11.2025 07:17
Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. Innlent 4.11.2025 06:47
Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Lögregla segir málin litin alvarlegum augum. Innlent 3.11.2025 18:33
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Samfélagsleg losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík jókst um 1,5 prósent á milli ára. Árið 2024 losnuðu 614 þúsund tonn. Aukningin er meðal annars vegna meiri losunar við meðhöndlun úrgangs. Innlent 2.11.2025 10:53
Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. Innlent 1.11.2025 14:06
Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Innlent 1.11.2025 12:11
Líta eigi á eignir landsbyggðarfólks í Reykjavík sem sumarbústaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Innlent 1.11.2025 11:06