Auður og Vök sigursælust á Íslensku tónlistarverðlaununum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2020 21:37 Margrét Rán Magnúsdóttir ásamt félögum sínum í Vök og Auður unnu til flestra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum eða þrenn hvor. Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Vök, Auður, Hildur Guðnadóttir, Hatari og Grísalappalísa voru á meðal vinningshafa. Veitt voru 38 verðlaun auk heiðursverðlaunanna, sem sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir hlaut að þessu sinni. Raggi Bjarna var heiðraður á þessari uppskeruhátíð í tónlist. Auður var valinn söngvari ársins og flytjandi ársins auk þess sem lagið hans Enginn eins og þú var valið popplag ársins. Tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir í Vök var valin söngkona ársins og lagahöfundur ársins en Vök átti líka poppplötu ársins, In the Dark. Alla verðlaunahafana má finna hér neðar í fréttinni. Sigurganga Hildar Guðnadóttir heldur áfram og hlaut hún tvenn verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Grísalappalísa átti opnunaratriði hátíðarinnar og hlaut tvenn verðlaun í kvöld. Hatari í Eurovision var valinn tónlistarviðburður ársins og myndbandið við Hatrið mun sigra var valið tónlistarmndband ársins. Um leikstjórn sáu þeir Baldvin Vernharðsson og Klemens Hannigan. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, átti að veita tvenn verðlaun á hátíðinni en afboðaði sig fyrr í dag. Ragga Bjarna var minnst á hugljúfan hátt þegar Katla Vigdís og Arnar Guðjónsson fluttu lagið Barn og Oddur Arnþór og Salka Sól fluttu í kjölfarið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig við undirleik Kjartans Valdemarssonar, Þorgríms Jónssonar og Magnús Trygvasonar Eliassen. Úr hópi tilnefndra komu fram Grísalappalísa, Lára Rúnarsdóttir ásamt hljómsveit og strengjaleikurum, Hatari ásamt GDRN og kór, Siggi String Quartet, tríó Inga Bjarna Skúlasonar og Between Mountains. Kynnir kvöldsins var Bergur Ebbi. Íslendingar munu seint gleyma atriði Hatara í Eurovision á síðasta ári.Aðsend mynd Verðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2019: Önnur tónlist: Opinn Flokkur, þjóðlaga- og heimstónlist, kvikmynda- og leikhústónlist Útgáfa ársins - Kvikmynda- og leikhústónlist Hildur Guðnadóttir – Chernobyl Plata ársins - Opinn flokkur Kristín Anna – I must be the devil Plata ársins - Þjóðlaga- og heimstónlist Ásta – Sykurbað Lag/tónverk ársins - Önnur tónlist Lára Rúnars – Altari Upptökustjórn ársins Hildur Guðnadóttir og Sam Slater – Chernobyl Plötuumslag ársins Kristín Anna – I must be the devil Ragnar Helgi Ólafsson – Hönnun og uppsettning Ari Magg – Ljósmynd Lára RúnarsdóttirAðsend mynd Rokk, popp, raftónlist, rapp og hiphopp Plata ársins - Popp Vök - In the Dark Plata ársins - Rokk Grísalappalísa - Týnda rásin Plata ársins - Raftónlist Bjarki - Happy Earthday Plata ársins - Rapp og hipp hopp Cell7 - Is anybody listening? Lag ársins - Popp Auður - Enginn eins og þú Lag ársins - Rokk Hipsumhaps - Fyrsta ástin Lag ársins - Raftónlist Sykur - Svefneyjar Lag ársins - Rapp og hipp hopp Floni - Falskar ástir FloniAðsend mynd Söngkona ársins Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök) Söngvari ársins Auðunn Lúthersson Lagahöfundur ársins Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök) Textahöfundur ársins Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson (Grísalappalísa) Flytjandi ársins: Auður Tónlistarviðburður ársins Hatari í Eurovision Bjartasta von Rásar 2 og Íslensku tónlistarverðlaunanna Hipsumhaps Tónlistarmyndband ársins 2019 – Albumm.is og Íslensku tónlistarverðlaunin: Hatari – Hatrið mun sigra Leikstjóri: Baldvin Vernharðsson & Klemens Hannigan Sígild og samtímatónlist Plata ársins Concurrence - Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar Tónverk ársins Crevace, konsert fyrir flautu og fagott eftir Páll Ragnar Pálsson Viðburður ársins – Einstakur viðburður Hljóðön – Sýning tónlistar, Hafnarborg. Viðburður ársins – Tónlistarhátíðir Myrkir músíkdagar Flytjandi ársins – Einstaklingar Bjarni Frímann Bjarnason Flytjandi ársins – Hópar Elektra Ensemble Söngvari ársins Benedikt Kristjánsson Söngkona ársins Dísella Lárusdóttir Bjartasta vonin - Sígild og samtímatónlist Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Stórsveit ReykjavíkurAðsend mynd Djass og blús Plata ársins Tómas Ragnar Einarsson - Gangandi bassi Tónverk ársins Avi Tónskáld: Andrés Þór Tónlistarflytjandi ársins - hópar ADHD Tónlistarflytjandi ársins - einstaklingar Sunna Gunnlaugsdóttir Tónlistarviðburður ársins Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur Lagahöfundur ársins Einar Scheving Bjartasta vonin Ingi Bjarni Skúlason Heiðursverðlaun Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna Sigrún Hjálmtýsdóttir - Heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Vök, Auður, Hildur Guðnadóttir, Hatari og Grísalappalísa voru á meðal vinningshafa. Veitt voru 38 verðlaun auk heiðursverðlaunanna, sem sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir hlaut að þessu sinni. Raggi Bjarna var heiðraður á þessari uppskeruhátíð í tónlist. Auður var valinn söngvari ársins og flytjandi ársins auk þess sem lagið hans Enginn eins og þú var valið popplag ársins. Tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir í Vök var valin söngkona ársins og lagahöfundur ársins en Vök átti líka poppplötu ársins, In the Dark. Alla verðlaunahafana má finna hér neðar í fréttinni. Sigurganga Hildar Guðnadóttir heldur áfram og hlaut hún tvenn verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Grísalappalísa átti opnunaratriði hátíðarinnar og hlaut tvenn verðlaun í kvöld. Hatari í Eurovision var valinn tónlistarviðburður ársins og myndbandið við Hatrið mun sigra var valið tónlistarmndband ársins. Um leikstjórn sáu þeir Baldvin Vernharðsson og Klemens Hannigan. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, átti að veita tvenn verðlaun á hátíðinni en afboðaði sig fyrr í dag. Ragga Bjarna var minnst á hugljúfan hátt þegar Katla Vigdís og Arnar Guðjónsson fluttu lagið Barn og Oddur Arnþór og Salka Sól fluttu í kjölfarið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig við undirleik Kjartans Valdemarssonar, Þorgríms Jónssonar og Magnús Trygvasonar Eliassen. Úr hópi tilnefndra komu fram Grísalappalísa, Lára Rúnarsdóttir ásamt hljómsveit og strengjaleikurum, Hatari ásamt GDRN og kór, Siggi String Quartet, tríó Inga Bjarna Skúlasonar og Between Mountains. Kynnir kvöldsins var Bergur Ebbi. Íslendingar munu seint gleyma atriði Hatara í Eurovision á síðasta ári.Aðsend mynd Verðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2019: Önnur tónlist: Opinn Flokkur, þjóðlaga- og heimstónlist, kvikmynda- og leikhústónlist Útgáfa ársins - Kvikmynda- og leikhústónlist Hildur Guðnadóttir – Chernobyl Plata ársins - Opinn flokkur Kristín Anna – I must be the devil Plata ársins - Þjóðlaga- og heimstónlist Ásta – Sykurbað Lag/tónverk ársins - Önnur tónlist Lára Rúnars – Altari Upptökustjórn ársins Hildur Guðnadóttir og Sam Slater – Chernobyl Plötuumslag ársins Kristín Anna – I must be the devil Ragnar Helgi Ólafsson – Hönnun og uppsettning Ari Magg – Ljósmynd Lára RúnarsdóttirAðsend mynd Rokk, popp, raftónlist, rapp og hiphopp Plata ársins - Popp Vök - In the Dark Plata ársins - Rokk Grísalappalísa - Týnda rásin Plata ársins - Raftónlist Bjarki - Happy Earthday Plata ársins - Rapp og hipp hopp Cell7 - Is anybody listening? Lag ársins - Popp Auður - Enginn eins og þú Lag ársins - Rokk Hipsumhaps - Fyrsta ástin Lag ársins - Raftónlist Sykur - Svefneyjar Lag ársins - Rapp og hipp hopp Floni - Falskar ástir FloniAðsend mynd Söngkona ársins Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök) Söngvari ársins Auðunn Lúthersson Lagahöfundur ársins Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök) Textahöfundur ársins Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson (Grísalappalísa) Flytjandi ársins: Auður Tónlistarviðburður ársins Hatari í Eurovision Bjartasta von Rásar 2 og Íslensku tónlistarverðlaunanna Hipsumhaps Tónlistarmyndband ársins 2019 – Albumm.is og Íslensku tónlistarverðlaunin: Hatari – Hatrið mun sigra Leikstjóri: Baldvin Vernharðsson & Klemens Hannigan Sígild og samtímatónlist Plata ársins Concurrence - Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar Tónverk ársins Crevace, konsert fyrir flautu og fagott eftir Páll Ragnar Pálsson Viðburður ársins – Einstakur viðburður Hljóðön – Sýning tónlistar, Hafnarborg. Viðburður ársins – Tónlistarhátíðir Myrkir músíkdagar Flytjandi ársins – Einstaklingar Bjarni Frímann Bjarnason Flytjandi ársins – Hópar Elektra Ensemble Söngvari ársins Benedikt Kristjánsson Söngkona ársins Dísella Lárusdóttir Bjartasta vonin - Sígild og samtímatónlist Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Stórsveit ReykjavíkurAðsend mynd Djass og blús Plata ársins Tómas Ragnar Einarsson - Gangandi bassi Tónverk ársins Avi Tónskáld: Andrés Þór Tónlistarflytjandi ársins - hópar ADHD Tónlistarflytjandi ársins - einstaklingar Sunna Gunnlaugsdóttir Tónlistarviðburður ársins Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur Lagahöfundur ársins Einar Scheving Bjartasta vonin Ingi Bjarni Skúlason Heiðursverðlaun Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna Sigrún Hjálmtýsdóttir - Heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira